Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þessum þætti settust þær Stefanía Rut Hansdóttir og Alexandra Kjeld niður með Guðrúnu Ingu og sögðu henni allt af létta um textíliðnaðinn og sjónarmið um umhverfisvernd með ýmsum leiðum - s.s. með ungbarnafataleigu og endurnýtingu en ekki síst kaupum á umhverfisvænum textíl. Eftir um 30 mínútna spjall um það var sjónum vikið að öðrum áhugamálum þeirra og Guðrúnar Ingu um foreldrakulnun, að ala sig upp aftur, að ala upp börn með þekkingu um taugakerfið og svo framvegis. Frábært, létt spjall sem kemur okkur mjúkum inn í páskaleyfið. Gleðilega páska!

71. Umhverfisvernd og uppeldi með Stefaníu Rut og AlexöndruHlustað

13. apr 2022