Guðrún Inga Torfadóttir og Eva Rún Guðmundsdóttir hafa oft rætt saman með áhyggjufullum tóni eftir að börnin þeirra fóru upp á grunnskólastigið. Hverjar hafa áhyggjur þeirra verið? Jú, önnur er með strák og hin með stelpu. Þær hafa báðar haft áhyggjur af því að ánægja barnanna af að lesa fölni í umhverfi leshraðamælinga, límmiðagjafa og einkunnaspjalda. Börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í umhverfi sem snýst allt um að mæla snilli þeirra og duglegheit.Og, sem betur fer, vorum við með góða gesti sem gátu sannarlega lyft þessari umræðu á hærra plan og gert hana fjölbreytta og skemmtilega. Bergrún Íris Sævarsdóttir er barnabókarithöfundur og hefur velt þessum hlutum fyrir sér út frá ólíkum hliðum og er virðingarríkt foreldri sjálf. Hermundur Sigmundsson er prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Þrándheimi í Noregi og auðvitað metnaðarfullur pabbi og afi. Við spjölluðum lauflétt um þessi mál; um lestur - áhugahvöt - sköpunargáfu - þjálfun - ástríður - skjánotkun - hreyfingu - og virðingarríka aðkomu foreldra og kennara að þessu ferli öllu.Nýjustu rannsóknir um hvatir sýna að þegar fólki eru boðnar háar fjárhæðir fyrir að ljúka ákveðnu verkefni fellur sköpunarkraftur og áhugi þeirra talsvert niður. Verðlaun hjálpa fólki að leysa mekanísk verkefni en um leið og vitrænnar færni er krafist þvælast verðlaunin fyrir. Þessar óvæntu niðurstöður hafa verið fengnar með endurteknum rannsóknum. Jafnframt kemur í ljós að þeir þrír þættir sem drífa fólk mest áfram eru sjálfstæði (sense of autonomy, drive to be self-directed), mastery (sjálfsprottin þörf til að þróa getu okkar og verða betri í einhverju) og tilgangur (tilfinning fyrir því að það sem við gerum skipti máli og hafi gildi).Að lokum gefa Bergrún Íris og Hermundur börnum hlustenda góð ráð - sem má heyra á 1 klst. 51 mínútu. Minnst er á: Mihaly Csikszentmihalyi - Beyond Boredom and Anxiety: Experiencing Flow in Work and PlayHeikki Lyytinen Manfred Spitzer - Digitale DemenzTeacher TomRagnheiði Briem heitna, kennslufræðingDröfn Vilhjálmsdóttur, bókasafnsfræðing í Seljaskóla