Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í dag ræðum við Guðrún Birna le Sage, Ágústa Margrét Arnardóttir og Guðrún Inga Torfadóttir við Þóru Jónsdóttur, lögfræðing hjá Barnaheillum og markþjálfa. Hugmyndin var Ágústu Margrétar eftir að þær kynntust í gegnum markþjálfarahitting á netinu. Þetta er því spjall tveggja lögfræðinga og þriggja markþjálfara og eðlilega var komið aðeins inn á bæði hlutverkin. Þóra kemur í þættinum inn á hlutverk laga og mannréttindasáttmála sem ramma utan um samfélög og smæstu stofnanir þess og þá sér í lagi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Svo fór umræðan um víðan völl og vék þar að persónulegri vegferð Þóru sem fyrrverandi barns, foreldris og eiginkonu og leiðir hennar í námi, sjálfsvinnu og starfi. Góðkunningjar hlaðvarpsins, Ágústa Margrét og Guðrúnarnar tvær höfðu einnig frá ýmsu að segja til að bera undir Þóru og bæta við hennar frásögn. Við elskum hlaðvarpsformið þar sem við getum leyft okkur að fara á dýptina og tala ekki bara um eitthvað eitt málefni í einu. Við mælum innilega með hlustun á þennan frábæra þátt. Mörg gullkorn féllu í þættinum, m.a.:„Það er dásamlegt að fylgjast með foreldrum í dag og hvað þau eru miklu flinkari, miklu þroskaðri, miklu tilbúnari til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að börnunum þeirra líði vel.“

32. Þóra Jónsdóttir ásamt góðkunningjum um barnasáttmálann, meðvirkni, sambönd, uppeldi og sjálfsvinnuHlustað

27. maí 2020