Þær Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir frá Kyrru lífsstíl hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að því að ræða einföldun umgjarðar fjölskyldulífs enda verið að veltast með stóru spurningarnar undanfarin ár. Hvernig er best að haga gjöfum? Haga húsverkum? Hugsa um neyslu okkar? Raða í fataskápana? Huga að þvottinum? Þessi einföldu atriði geta flækt lífið afar mikið þegar við setjum okkur ekki í sérstakar stellingar og hugum að skipulagi og rútínu af fullri alvöru. Þá getur morgunrútínan skipt miklu máli til að koma okkur vel af stað inn í daginn. Þessa hluti ræddu þær Kyrru-konur í þaula við Guðrúnu Ingu Torfadóttur og báru saman við markmið í virðingarríku uppeldi almennt.