Eftir rúmlega árs þögn er komið að öðrum pabbarabbs-þætti. Þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem stýrði umræðum, Arnar Pétursson, Árni Kristjánsson og Matthías Ólafsson tengdu sig inn á sömu bylgjulengd á sama tíma og ræddu hvað virðingarríkt uppeldi er fyrir þeim og hvaða áhrif það hefur helst haft á þá í föðurhlutverkinu. Á meðal þess sem bar á góma var hvaða upplifun sumir þeirra hafa af feðraorlofi og hvernig þeir hlaða batteríin og hvað gefur þeim raunverulega hvíld og hvað ekki. Lauflétt og laggott hjá þeim pöbbum og hlustun sem við mælum með fyrir alla.