Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þessum þætti ræðir Gyða Björg Sigurðardóttir við þrjár konur, þær Karen Lind Gunnarsdóttur, sálfræðing hjá Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, Gró Einarsdóttur, doktor í félagssálfræði, og Emblu Vigfúsdóttur, listrænan leikjahönnuð. Þær starfa í teymi sem vinnur að verkefninu „Betri borgar fyrir börn“ sem unnið er í samstarfi milli þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar og Bloomberg Philanthropies. Verkefnið felur í sér þjónustuumbreytingu á opinberri þjónustu við börn af hálfu borgarinnar. Á Hönnunarmars var sett upp sýning í Hörpunni þar sem afrakstur rannsóknarvinnunnar var sýnd á listrænan, áþreifanlegan og sjónrænan máta. Við fjöllum um rannsóknaraðferðir, þær áskoranir sem helst komu upp á yfirborðið og hvernig nýta mætti listina til að miðla og túlka þjónustuferli og upplifun fólks. Vonir eru bundnar við að þetta verkefni muni leiða til bættrar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra til að hjálpa þeim sem lenda í krókaleiðum í kúluspili lífsins.

72. Betri borg fyrir börnHlustað

24. jún 2022