Birnu Almarsdóttur þekkja e.t.v. nokkrir glöggir hlustendur úr þáttum okkar nr. 43 og 44 um bókina sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið eftir Philippu Perry. Í þættinum fáum við að kynnast Birnu og ferðalagi hennar í gegnum krabbameinsmeðferð síðasta hálfa árið. Við heyrum hvernig RIE nýttist henni persónulega sem og með dóttur hennar og kærasta í gegnum þetta allt, hvar þurfti að gefa slaka á mörkum og reglum og þola að vera ekki sú kraftmikla unga kona sem hún alla jafna er. Samtalið er tekið upp daginn eftir að hún lauk meðferð og við getum hrifist með henni öll sem hlustum og haldið með henni áfram veginn.