Rafrænn bókaklúbbur, svo til óklipptur, fær að flakka í þessum þætti. Bókin er The Whole Brain Child eftir Daniel J. Siegel og Tinu Payne Bryson. Fæst okkar myndu bara standa á öðrum fæti ef við gætum notað báða fætur. En hið furðulega er að mörg okkar – sérstaklega börn – nýta sér ekki mikilvæga hluta heilastarfsemi sinnar án þess þó að það sé meðvitað val. Vandinn er að hlutar heilans þroskast á mismiklum hraða og á ólíkum tímum, svo að barnið þekkir oft ekki heilastarfsemi sína frekar en margt okkar hinna fullorðnu. Þessu hefur verið líkt við tvílyft hús, fyrsta hæðin er neðri heilinn en önnur hæðin sá efri og þróaði en þegar barn fæðist er fyrsta hæðin fullbúin en efri hæðin hjóm eitt. En hvernig getum við leiðbeint barni í áttina að nota allan heilann sinn? Við þurfum að byrja á að nota allan heilann okkar segja höfundar bókarinnar. Og meðfram öllu: Að byrja á að viðurkenna tilfinningar barna okkar. Þær sem mættu og deildu ýmsum hugleiðingum voru Ágústa Margrét Arnardóttir, Arndís Anna Kristínardóttir, Guðrún Birna le Sage, Gyða Björg Sigurðardóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir, Inga Kristín, Sólveig Rós og Guðrún Inga Torfadóttir sem stjórnaði upptökum.