Í þessum aukaþætti aðventunnar spjölluðum við mismeðvitaðir foreldrar um sýn okkar á jólahaldið og hvernig við höfum og erum enn að reyna að einfalda og endurhugsa hlutina til þess að koma á friðsælli aðventu fyrir alla fjölskylduna. Talið barst að uppákomum og skyldum foreldranna í alls kyns viðburðum, val á jólagjöfum, hefðum sem við viljum stundum henda á haugana og loks ræddum við skógjafir og tilvist jólasveinsins vel. Þær sem tóku þátt að þessu sinni voru þær Elsa Borg Sveinsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Kristín Björg Viggósdóttir og Perla Hafþórsdóttir, ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur.