Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í sérstökum hátíðarþætti í tilefni þess að vera 50. þáttur hlaðvarpsins Virðingar í uppeldi fjöllum við ítarlega og af metnaði um svefnuppeldi. Gestir eru þau dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir, dr. Erla Björnsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson og Soffía Bæringsdóttir. Stjórnandi þáttarins er Guðrún Inga Torfadóttir og með henni þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Konráð Jónsson og Perla Hafþórsdóttir. Matthías Ólafsson bættist síðan við með frábæra punkta.Þátturinn skiptist í:I. hluti: Ungbarnasvefn 0:08 - Soffía Bæringsdóttir m.a. um svefnumönnun ungabarns.0:32 – Nokkur atriði sem aðstoða við svefn ungbarna; reifun, hvítt hljóð og snuð eða sog.0:42 – Svefnþjálfun ungra barna1:25 – Meðmæli með bókum og heimildum um svefnuppeldi.II. hluti: 1:27 – leikskólaaldur1:40 – Ólafur Grétar Gunnarsson um mikilvægi svefns fyrir fjölskylduna og líðan barna og almennt um svefnvenjur.1:51.– Háttatíminn og svefnrútínan 2:03 – Matthías Ólafsson um þegar barn vaknar of snemma og um breytinguna frá rimlarúmi í opið rúm. 2:13 – dr. Erla Björnsdóttir m.a. um svefnráðgjöf, svefn Íslendinga og meðvitund þeirra um svefn, svefn unglinga, svefnrútína á hennar heimili, skjánotkun og um svefnumönnun ungbarna, um hennar álit á svefnþjálfun, verkefnabók um svefn barna sem kemur út í apríl, hádegislúrar leikskólabarna.2:37 – dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir m.a. um rannsóknir um svefn barna, um börn með þroskaraskanir, lyfjanotkun, um hvort skortur sé á úrræðum fyrir foreldra, munur á bandarísku og íslensku svefnmenningu t.d. í skynjun á hvað sé svefnvandi. Afstaða hennar til cry-it-out aðferða.III. hluti: 3:01 – Um læknisfræðileg svefnvandamál; munnöndun og kæfisvefn skv. Ingibjörgu sem starfar hjá Nox Medical.IV. hluti: 3:08 – Svefn fullorðna fólksins, hefndarsvefnfrestun og um rannsókn Þórhildar Magnúsdóttur um kostnað svefnvandamála.

50. Svefnuppeldi - hátíðarþátturHlustað

10. mar 2021