Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í Félagsráðgjöf og stofnandi Tengsla meðferðarþjónustu fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur, var viðmælandi Kristínar Bjargar Viggósdóttur í þessum 52. þætti. Sigrún er reynslubolti á sínu sviði og hefur haft mikil áhrif á málefni barna og fjölskyldna á Íslandi síðastliðna áratugi. Hún hefur meðal annars haft áhrif á að foreldraviðtöl séu haldin í leikskólum og hvernig þeim skuli háttað, haldið námskeið fyrir stjúpforeldra, kennt mörgum háskólastúdentum, skrifað margar bækur og greinar og margt margt fleira. Ein sú bók sem Sigrún skrifaði ásamt öðrum og vildi vekja sérstaka athygli á heitir Velferð barna: Gildismat og ábyrgð samfélagsins. Þema þáttarins var áhrif annarra á uppeldi barnsins þíns: Hvernig tæklar þú misræmi í uppeldi? Þessi spurning er algeng á foreldramorgnum Meðvitaðra foreldra þar sem foreldrar lýsa áhyggjum sínum af því að fólk sem tengist barninu þeirra geti haft áhrif á það með því að beita allt öðrum aðferðum en þeir hafa tileinkað sér í uppeldinu.Þær Sigrún og Kristín Björg tóku fyrir misræmi milli foreldra barnsins, samskipti við ömmur og afa og ólíkar stefnur hjá foreldrum vina barnsins. Að lokum ræddu þær stuttlega um áhrif skólans sem og skjánotkun.

52. Um tengsl og áhrif annarra með Sigrúnu JúlíusdótturHlustað

07. apr 2021