Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þessum enn einum aukaþætti desember-mánaðar gátum við ekki staðist mátið að ná í skottið á Kristínu Maríellu áður en hún sneri aftur heim til fjölskyldu sinnar. Við ræddum um umræðuefni vikunnar á samfélagsmiðlum, að viðurkenna tilfinningar barnanna okkar. Hvernig förum við að því að halda ró okkar yfir gráti barna og jafnvel reiði? Samfélagið okkar virðist reyna að bæla og koma í veg fyrir tjáningu á heilbrigðum tilfinningum. Sumir fullorðnir muna eftir að hafa verið refsað, þeim hótað eða jafnvel beitt ofbeldi þegar þeir grétu sem börn. Aðrir muna eftir foreldrum sem beittu mildari aðferðum til að stoppa grátinn þeirra, jafnvel með mat eða því að beina athyglinni annað. Þetta allt og fleira til bar á góma í þessu frábæra spjalli.

20. Kristín Maríella, Eva Rún og Guðrún Inga um að viðurkenna tilfinningarHlustað

09. des 2019