Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp

Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp

Við förum aðeins í berskjöldun í þessum þætti. Hvetjum fólk til að eiga betri jól en í fyrra. Við ræðum samskipti út frá meðvirkni og kærleika og hversu mikilvægt það er að hafa kærleikan að leiðarljósi í samskiptum.Við leyfum ekki óttanum að ræna okkur af sannleikanum því þar sem við lærum að tjá sannleikan hvert við annað þá náum við að búa til hring trausts.  Þegar við erum í trausti þá lærum við að bregðast rétt við!Við minntum aðeins á námskeið sem eru á lausnin.isPanta tíma hjá BarböruPanta tíma hjá Baldri Verkefni vikunnarHvers þarfnastu í þínum nánu samskiptum?Hvernig getum við verið berskjölduð og heiðarleg í tjáningu á tilfinningum og þörfumHvernig get ég styrkt traustið við þá sem ég elska og deilt með þeim hvernig áhrif þeir eru að hafa á mig bæði gott og slæmt?Talaðu við einhvern í þessari viku og notaðu ég boð, skrifaðu niður hvernig það gengur Ég upplifi (tilfinning) þegar (útskýrðu upplifun) og ég þarf að upplifa (tilfinning) 

23. Meðvirkni 6Hlustað

02. des 2019