Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Takk fyrir samfylgdina

Við munum birta viðtöl og viðbrögð við meirihlutasáttmálaunum á næstu klukkustundum á mbl.is.

Að skiptast á

eða ekki skiptast á.

Píratar

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulagsráðs virðst fagna hlutskiptum Pírata í meirihlutanum.

Fundur í borgarstjórn

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður klukkan 14 á morgun í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem gengið verður formlega frá skipan í nefndir og ráð.

Minnihlutinn féll líka

Þórdís Lóa bendir á að þó að meirihlutinn hafi fallið hafi minnihlutinn líka fallið og að Píratar hafi bætt við sig fylgi.

„Þær áherslur sem að minnihlutinn hafði lagt mest á á öllu kjörtímabilinu fengu heldur ekki kosningu. Það segir okkur að við vildum fara áfram sömu leið.“

Hún segir að áherslur nýs meirihluta hafi verið áfram, hratt og vel.

Lausnarmiðaður hópur

Dagur segir að hópurinn hafi verið lausnarmiðaður í vinnu sinni við meirihlutasáttmálann. Framsókn hafi kallað eftir hraðari vinnu og því kalli sé verið að svara.

Gott veganesti

„Ég veit það að bæði andinn í þessum hópi, sameiginlega sýnin varðandi þessar stóru breytingar sem að við þurfum að fara í, þessi stóru verkefni, samstarfssáttmálinn og það sem kveðið er á um í honum er gott veganesi næstu fjörgur ár,“ segir Einar Þorsteinsson.

Dagur stoltur

„Ég er ótrúlega stoltur hér í dag. Það er gríðarlegur hugur í okkur öllum og nú ætlum við að hætta að tala og fara að vina,“ sagði Dagur B. Eggertsson.

Hlutverkaskipan

Dóra Björt verður formaður umhverfis- og skipulagsráðs.

Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar.

Einar verður formaður borgarráðs í 18 mánuði, þá borgarstjóri.

Dagur verður áfram borgarstjóri í 18 mánuði, svo formaður borgarráðs.

Sáttmálinn

Hann er hnausþykkur.

33 síður

Einar Þorsteinsson segir að meirihlutasáttmálinn sé þrjátíu og þrjár síður.

Hann segir að það hafi komið sér á óvart en samningar stóðu yfir í tvær vikur.

Oddvitar kynna saman

Breytingar

Einar segir meirihlutasáttmálann svara kröfum kjósenda Framsóknar um breytingar í borginni.

Oddvitarnir komnir út

Kynningin er að hefjast. Einar Þorsteinsson býður fólk velkomið.

Kynntu nýjan meirihluta í Reykjavík

Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar var kynntur rétt í þessu.
Meira »