8.9.2022
8.9.2022
8.9.2022
8.9.2022
8.9.2022
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins tísti rétt í þessu þar sem hann vottaði bresku konungsfjölskyldunni og öllum þeim sem syrgja hennar hátign samúð sína.
„Eitt sinn kölluð Elísabet hin staðfasta, brást hún aldrei í að sýna okkur mikilvægi þeirra gilda sem vara í nútímasamfélagi,“ sagði Michel.
8.9.2022
Karl mun bera titilinn Karl III. Bretakonungur.
8.9.2022
Emmanuel Macron Frakklandsforseti vottaði drottningunni virðingu sína í tísti rétt í þessu. Sagði hann drottninguna hafa verið „Frakklandsvin“ sem sett hafi mark sitt á bresku þjóðina sem og öldina alla.
8.9.2022
8.9.2022
Elísabet var aðeins 14 ára gömul þegar hún flutti sitt fyrsta ávarp. Þá ávarpaði hún börn og hvatti þau til að vera hugrökk í seinni heimstyrjöldinni.
8.9.2022
8.9.2022
8.9.2022
Elísabet II. Bretadrottning gaf það skýrt til kynna í yfirlýsingu í tilefni af 70 ára drottningarafmæli sínu í febrúar á þessu ári að Kamilla hertogaynja, eiginkona Karls þáverandi prins og núverandi konungs, myndi fá drottningartitil.
Áður var talið að Kamilla fengi aðeins titil prinsessu.
8.9.2022
Þjóðsöngur Bretlands breytist þegar konungur tekur við. Bretar syngja því nú: „God Save the King“ í stað „God Save the Queen“.
8.9.2022
8.9.2022
Öllum reikningum bresku konungsfjölskyldunnar hefur verið breytt í samræmi við reglur. Þeir eru nú allir með svarthvítum myndum af drottningunni.