Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Skemmtileg saga

Krýningarathöfn Karls verði smærri í sniðum

„Það er margt sem breytist núna, og margt sem er ekki alveg ljóst. Hvenær sumir titlar munu færast á milli og hvenær peningum verður breytt og fleira á eftir að tilkynna. Það á líka eftir að tilkynna hvar og hvenær jarðarförin verður en það mun án efa verða mjög stór viðburður þar sem leiðtogar heimsins munu mæta,“ skrifar Guðný Ósk Laxdal, sér­fræðing­ur í bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni, í sín­um nýj­asta pistli.
Meira »

Paddington þakkar drottningunni fyrir sig

Paddington, aðalpersóna samnefndra teiknimynda, hefur þakkað Elísabetu II. Bretadrottningu fyrir allt. Paddington fékk að koma í heimsókn til drottningarinnar fyrr á þessu ári í tilefni af 70 ára krýningarafmæli drottningarinnar.
Meira »

Vigdís sér eftir drottningunni

„Hún var yndisleg manneskja og mér þótti mjög vænt um hana. Ég sé mikið eftir henni,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Elísabetu II. Bretadrottningu. Elísabet lést fyrr í dag, 96 ára að aldri.
Meira »

Eitt sinn kölluð „Elísabet hin staðfasta“

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins tísti rétt í þessu þar sem hann vottaði bresku konungsfjölskyldunni og öllum þeim sem syrgja hennar hátign samúð sína.

„Eitt sinn kölluð Elísabet hin staðfasta, brást hún aldrei í að sýna okkur mikilvægi þeirra gilda sem vara í nútímasamfélagi,“ sagði Michel.

Titillinn kominn á hreint

Karl mun bera titilinn Karl III. Bretakonungur.

Hafi verið „Frakklandsvinur“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti vottaði drottningunni virðingu sína í tísti rétt í þessu. Sagði hann drottninguna hafa verið „Frakklandsvin“ sem sett hafi mark sitt á bresku þjóðina sem og öldina alla.

Mannhafið vex fyrir utan Buckinghamhöll

Flutti fyrsta ávarpið 14 ára

Elísabet var aðeins 14 ára gömul þegar hún flutti sitt fyrsta ávarp. Þá ávarpaði hún börn og hvatti þau til að vera hugrökk í seinni heimstyrjöldinni.

Guðni og Katrín minnast Elísabetar

Guðni Th. Jóhannessson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eru á meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem minnast Elísabetar Bretlandsdrottningar, sem lést í dag, 96 ára að aldri.
Meira »

Nafnið ekki víst

„Einlæg ósk“ að Kamilla verði drottning

Elísabet II. Bretadrottning gaf það skýrt til kynna í yfirlýsingu í tilefni af 70 ára drottningarafmæli sínu í febrúar á þessu ári að Kamilla hertogaynja, eiginkona Karls þáverandi prins og núverandi konungs, myndi fá drottningartitil.

Áður var talið að Kamilla fengi aðeins titil prinsessu.

Breyttur þjóðsöngur

Þjóðsöngur Bretlands breytist þegar konungur tekur við. Bretar syngja því nú: „God Save the King“ í stað „God Save the Queen“.

Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu

Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það vottar samúð sína vegna andláts Elísabetar II. Bretadrottningar. Um hafi verið að ræða leiðtoga eins sterkasta bandamanns Bandaríkjanna.
Meira »

Samfélagsmiðlum hallarinnar breytt

Öllum reikningum bresku konungsfjölskyldunnar hefur verið breytt í samræmi við reglur. Þeir eru nú allir með svarthvítum myndum af drottningunni.