19.9.2022
Útförinni í Windsor er nú lokið og kista drottningarinnar var látin síga niður í konunglegu grafhvelfinguna. Í kvöld verður þriðja athöfnin haldin í Windsor. Sú athöfn verður alveg lokuð og aðeins fyrir nánustu aðstandendur.
19.9.2022
Muick og Sandy eru ekki einu gæludýr drottningarinnar sem biðu kistu hennar í Windsor-kastala. Eftirlætishestur hennar, hún Emma, beið spök eftir húsbónda sínum.
19.9.2022
Hundar drottningarinnar, Muick og Sandy, bíða eftir að kistan komi til Windsor-kastala. Hundarnir voru þeir síðustu sem drottningin átti, en Andrés Bretaprins og fyrrverandi eiginkona hans Sarah Ferguson, munu erfa þá.
19.9.2022
19.9.2022
Nú fer brátt að hefjast athöfn í Windsor.
19.9.2022
Vandræðalegt augnablik þegar þulir ástralskar sjónvarpsstöðvar þekktu ekki Liz Truss og eiginmann hennar, Tracy Grimshaw, þegar þau komu til Westminster Abbey í dag.
19.9.2022
Starfsmaður Buckinghamhallar féll í yfirlið fyrir utan Buckinghamhallar eftir að hann vottaði drottningunni virðingu sína. Hann var ekki sá fyrsti í dag en lögregluþjónn féll einnig í yfirlið fyrr í dag og var borinn á sjúkrabörum í burtu.
19.9.2022
Kistu drottningarinnar var ekið á fallbyssuvagni frá kirkjunni og í gegnum Lundúnir áður en hún var færð yfir í líkbílinn. Fallbyssuvagninn drógu sjóliðar en fallbyssuvagninn á sér langa sögu.
Hann hefur verið í eigu breska sjóhersins síðan árið 1901. Kista föður hennar, Georgs VI, var einnig ekið á vagninum í útför hans árið 1952.
Sömuleiðis var kistu langafa hennar Georgs V, langalangafa hennar, Játvarðs VII, og langalangömmu hennar, Viktoríu drottningar, ekið á þessum vagni.
19.9.2022
Karlotta prinsessa virðist hafa brostið í grát þegar kista langömmu hennar, Elísabetar II. Bretadrottningar, var færð af fallbyssupallinum yfir í líkbílinn. Karlotta er sjö ára gömul og næst elsta barn foreldra sinna, Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu.
Hún og eldri bróðir hennar, Georg, tóku þátt í jarðarförinni í dag og gengu á eftir foreldrum sínum í líkfylgdinni.
19.9.2022
Elísabet II. Bretadrottning hefur verið á stöðugu ferðalagi eftir að hún lést, eða kista hennar þar að segja. Drottningin lést í Balmoral-kastala í Skotlandi. Þaðan var keyrt með kistuna til Edinborgar, þar sem hín hvíldi fyrst í Holyroodhouse og svo í St. Giles dómkirkjunni.
Þaðan var flogið með kistuna til Lundúna. Frá flugvellinum var keyrt með hana til Buckinghamhallar. Frá Buckinghamhöll fór hún í Westminster Hall. Þar hvíldi hún í rúma fjóra sólarhringa. Í morgun var hún færð frá Westminster Abbey.
Nú er hún loks á sínu síðasta ferðalagi, til Windsor-kastala, þar sem hún mun hvíla um ókomna tíð.
19.9.2022
19.9.2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill Biden eru að leggja af stað heim til Ameríku.
19.9.2022
Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna ræddi um Elísabetu II. Bretadrottningu í myndbandi á samfélagsmiðlum.
Segir hann meðal annars frá því að drottningin hafi boðið dætrum hans í sérstaka heimsókn þegar þær heimsóttu Lundúnir ásamt móður sinni.
Obama ræddi líka um hversu einstakir kvöldverðirnir í Buckhamhöll hafi verið.
19.9.2022
Næst á dagskrá er minningarathöfn í kapellunni í Windsor-kastala. Þar verða um 800 manns viðstödd, sem eru talsvert færri en í Westminster Abbey í morgun, þar sem 2.200 manns voru viðstödd.
Karl III. Bretakonungur er kominn til kastalans og búið er að draga fánann að húni. Þegar kistan kemur verður skotum hleypt af.
Windsor-kastali var drottningunni mjög kær, en þar átti hún meðal annars heima í seinni heimstyrjöldinni.
Kista drottningarinnar verður lögð til hvílu í Windsor.
Myndin var tekin við Windsor fyrir stuttu, en fjöldi fólks hefur komið saman við kastalann og bíður eftir kistu drottningarinnar.
19.9.2022