Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.
17.5.2023
Komst á hreyfingu á lokametrunum fyrir fundinn
Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um undanþágur Íslands vegna fyrirhugaðrar löggjafar ESB um losunarheimildir í flugi komust á mikla hreyfingu á lokametrunum fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem nú fer fram í Hörpu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is. Hún segir málið nú komið á allt annan stað en það var fyrir stuttu síðan.
Meira
17.5.2023
Starfsfólk sendiráða á meðal gesta
Nóg hefur verið að gera á Caruso í miðbæ Reykjavíkur í kringum leiðtogafund Evrópuráðsins og hefur fólk úr sendiráðum, m.a. frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Portúgal snætt á veitingastaðnum.
Meira
17.5.2023
Forseti Tékklands fékk sér pylsu
Hádegismaturinn var ekki af verri endanum hjá Petr Pavel, forseta Tékklands, í dag. Pave fékk sér pylsu í brauði á Bæjarins bestu.
Meira
17.5.2023
Katrín sleit leiðtogafundinum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur slitið leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fór fram í Reykjavík.
Meira
17.5.2023
Verða að vona að lenda ekki í því sama og Úkraína
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir gríðarlega jákvæðar fréttir hversu mörg ríki hafi skuldbundið sig til að vera með í tjónaskrá Evrópuráðsins af völdum innrásar Rússa í Úkraínu. Segir hún að önnur ríki hafi sagt að vinna við að koma slíku verkefni í gang gæti tekið ár eða jafnvel nokkur ár, en að tekist hafi að ná breiðum stuðningi á aðeins sex mánuðum.
Meira
17.5.2023
Höfðu ekki hugmynd um leiðtogafundinn
Hjónin Caroline Schmidt og Jason Kovacs frá Bandaríkjunum höfðu ekki hugmynd um að leiðtogafundur Evrópuráðsins yrði haldinn í Reykjavík fyrr en þau komu hingað til lands.
Meira
17.5.2023
Tjónaskráin ánægjuleg niðurstaða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er afar ánægð með lyktir mála vegna tjónaskrár Evrópuráðsins af völdum innrásar Rússa í Úkraínu og þykir það góður árangur leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík.
Meira
17.5.2023
Myndasyrpa: Gekk á ýmsu á fyrsta degi
Öllu var tjaldað til í Hörpu í gær þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins hófst í gær. Ljósmyndarar mbl.is, Morgunblaðsins og AFP-fréttaveitunnar festu augnablikin á filmu.
Meira
17.5.2023
Vefur Isavia lá niðri eftir árás
Netárás var gerð í morgun á vefsíðu Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli. Síðan lá niðri í um það bil tvær klukkustundir. Um var að ræða svokallaða DDoS árás.
Meira