Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.
21.11.
Rafhlaða drónans tæmdist: „Þetta leit ekki vel út“
Drónaljósmyndarinn Ísak Finnbogason þurfti óvænt að lenda drónanum sínum eftir að rafhlaðan tók að tæmast innan við kílómetra frá eldgosinu. Hann vonast til að geta sótt drónann áður en hraunið nær honum.
Meira
21.11.
Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
„Þetta hraunrennsli virðist vera á dálítilli ferð og stefnir í átt að Grindavíkurvegi,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna, við blaðamann mbl.is í samhæfingarstöðinni sem var virkjuð á tólfta tímanum í kvöld.
Meira
21.11.
Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
Staðsetning nýja eldgossins er heppileg en hraun gæti þó runnið yfir Grindavíkurveg.
Meira
21.11.
Gasdreifingarspá vegna eldgossins
Gasmengun frá gosstöðvunum fer til suðurs í nótt með norðanáttinni, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Meira
21.11.
Rýmingu lokið: Tímasetningin kom mörgum á óvart
Búið er að klára rýmingu á Svartsengissvæðinu og í Grindavíkurbæ, en eldgos hófst klukkan 23.14 í kvöld.
Meira
21.11.
Myndskeið: Rauðglóandi hrauntaumar renna úr sprungunni
Rauðglóandi kvikustrókarnir sem gusast upp úr um það bil 2,5 km langri sprungunni eru tignarlegir í myrkrinu.
Meira
21.11.
Myndskeið: Sjáðu eldgosið hefjast
Eldgosið við Sundhnúkagíga hófst laust eftir klukkan ellefu í kvöld.
Meira
21.11.
Sjáðu gosið úr lofti
Magnað sjónarspil blasti við úr þyrlu Landhelgisgæslunnar er hún flaug yfir gosstöðvarnar rétt eftir miðnætti.
Meira
21.11.
Heyrði ekki í lúðrunum: Afabarnið taldi gosið grín
Grindvíkingurinn Eiríkur Óli Dagbjartsson heyrði ekki í viðvörunarlúðrunum þegar þeir fóru af stað í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hann heyrir ekki í lúðrunum þegar það byrjar að gjósa.
Meira
21.11.
Sáu merki rétt áður en gosið hófst og forðuðu sér
Starfsmenn HS Orku urðu fyrst varir við merki í borholum um yfirvofandi eldgos rétt áður en það hófst. Starfsmenn voru á svæðinu og fluttu þeir sig strax upp á Reykjanes.
Meira
21.11.
„Við bjuggumst frekar við rauðum jólum“
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarráðs Grindavíkur, segir það hafa komið á óvart að eldgos skyldi hefjast núna. Maður hennar og eldri dóttir þurftu að rýma Grindavík undir háum lúðrablástri.
Meira
21.11.
Um 200 manns rýmdu lónið
Rýmingu er lokið í Bláa lóninu.
Meira
21.11.
Hraunstraumurinn sést á myndum úr eftirlitsflugi
Gossprungan sem opnast hefur milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells er áætluð 2,5 km löng.
Meira