16:13
Við segjum þetta gott hér en minnum á uppgjör annarrar umferðar í spilaranum hér að ofan.
16:11
Arnar Þór bendir á að kostnaður við aðildarviðræður sé óheyrilegur. Með aðild myndi stjórnkerfið þenjast út einnig, með tilheyrandi kostnaði.
Alþingi yrði algjörlega gengisfellt, segir hann. Viðreisn sé andlýðræðislegur flokkur og vilji færa valdið frá fólkinu til handvalinna embættismanna í Brussel.
16:10
Sigmundur Davíð segir það stefna í ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata.
Hann kveðst ekki vilja „steypa þjóðinni í Evrópusambandsferli næstu árin og jafnvel næsta áratug og það má bara ekki gerast.“
Þorgerður Katrín segir þá: „Þetta kemur frá manni sem treysti þjóðinni í Icesave en treystir ekki þjóðinni núna.“
Sigurður Ingi segist ekki vilja ganga í ESB og gefa eftir auðlindir þjóðarinnar, ekki sé gáfulegt að skipta þjóðinni upp í tvo hluta. Hann vill að fólk geti tekið föst óverðtryggð lán til 20 eða 25 ára. Sérfræðingur, Jón Helgi Eiríksson, sé að vinna að verkefni í tengslum við þetta.
16:10
Sanna segir að ef skýrt ákall komi frá þjóðinni um að ganga í Evrópusambandið þá verði að hlusta á það.
Spurð hvort hún persónulega vilji að Ísland gangi í ESB segir hún að svarið sé nei að svo stöddu.
16:06
Þorgerður segir Viðreisn treysta þjóðinni til að taka næsta skref, til að fá samning í tengslum við Evrópusambandið. Þá sé hægt að fá heilbrigða umræðu í samfélaginu um aðild að Evrópusambandinu.
Bendir hún á að hver aðildarsamningur við sambandið sé einstakur.
Sigmundur Davíð hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2013 og Bjarni Benediktsson hafi gert það sama.
Segist hún vilja efna til atkvæðagreiðslu á komandi kjörtímabili. Um sé að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir komandi kynslóðir.
Við skuldum fólkinu það að finna lausnir til lengri tíma, segir hún og talar um þreyttar heimasmíðaðar lausnir eins og verðtryggingu.
16:02
„Þingmenn ættu að taka Willum Þór Þórsson sér til fyrirmyndar,“ segir Sigurður Ingi og nefnir að hann hafi það mottó að mæta í allar atkvæðagreiðslur. Ef hann nær því ekki er hann miður sín í þrjá daga á eftir.
16:01
Sigmundur Davíð segir það fráleitar fréttir að stilla því upp eins og hann og Þorgerður Katrín hefðu verið fjarverandi allar eða nær allar atkvæðagreiðslur á nýloknu þingi.
Segir hann þetta hafa verið málað upp eins og þau hefðu ekki mætt árið, en bendir á að þetta hafi aðeins verið atkvæðagreiðslur á mjög stuttu haustþingi.
Þorgerður Katrín segir að horfa þurfi á aðstæður, þarna hafi verið nýbúið að slíta ríkisstjórninni og mikið gengið á.
Ráðherra í ríkisstjórn hafi beðið þingflokksformann Viðreisnar að „para út“, og Þorgerður tekið sér það hlutverk. Það er, að einn úr stjórnarandstöðu gangi út fyrir stjórnarliða, til að jafna atkvæðahlutföll á þingi.
15:57
Aðeins Þorgerður Katrín réttir upp hönd þegar viðstaddir eru spurðir hvort þeir vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið.
15:56
„Við erum flokkur launafólks, flokkur þeirra sem upplifa að það sé ekki verið að hlusta á þau og taka tillit til þess sem þau hafa að segja,“ segir Sanna og segir Sósíastlistaflokkinn ekki vera popúlískan, heldur hreyfingu. Að raddir almennings fái vægi.
Einstaklingshyggja hafi brotið allt niður og fólk sjái sig ekki lengur sem hluta af heild.
15:55
15:53
Arnar Þór segir kerfi búin til fyrir fólk. Seðlabankinn megi hafa sitt sjálfstæði en mestu máli skipti að borgarar Íslands séu sjálfstæðir, þegar hann er spurður út í áform Lýðræðisflokksins um að breyta Seðlabankanum.
Siðferðislegt sannmæli kunni að vera, að öll þjóðin taki byrðar verðbólgu á sig í stað lántaka og ungs fólks.
Segir hann raunvexti oft neikvæða í löndum þar sem allt er ekki í kalda kolum og vísar til Bretlands sem dæmis.
Hann segir að Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, hafa sagt á íbúafundi í Grindavík fyrir nokkrum dögum að treysta þyrfti á kerfin þegar á bjáti. Því sé hann ósammála, treysta eigi á fólkið.
Segir hann Lýðræðisflokkinn leggja áherslu á að fólkið í landinu sé valdhafinn, ekki kerfið. Allir aðrir við pallborðið séu fulltrúar kerfisins, ekki fólksins.
15:51
15:49
„Ég er andpopúlisti af því að ég kasta ekki fram einhverjum umbúðum eða ryki í augu fólks,“ segir Sigmundur Davíð, spurður hvort hann sé popúlisti.
„Innihaldið er það sem skiptir máli, ekki fyrirsagnirnar.“
15:46
„Ég er búin að heyra þetta raus aftur og aftur,“ segir Þorgerður um orð Sigmundar.
Jafnlaunavottunin hafi verið í gildi í sjö ár og að nú megi fara yfir hvernig hún hafi gengið.
Rifjar hún upp hvernig vottunin fékkst í gegn undir forystu Bjarna Benediktssonar sem forsætisráðherra og að hann hafi flaggað vottuninni sem úrræði á ráðstefnu erlendis um kvenréttindi.
15:46
„Hér eru menn mikið í vandamálabransanum,“ segir Sigmundur Davíð.
„Það sem vantar er hvernig menn ætla að bregðast við því. Þetta er allt tilfinningasemi og umbúðamennska,“ bætir hann við.
Hann segir puttasamlíkinggu Sönnu hafa verið mjög góða en að maður lagi ekki fingurinn með blóðsugum heldur með aðferðum sem virka og hafa reynst vel í gegnum tíðina.
„Þú þarft að vera í lausnabransanum,“ segir hann.
Sigmundur Davíð talar m.a. um jafnlaunavottun og kostnað upp á tugi milljarða en að árangurinn hafi verið enginn. „Allt umbúðamennska,“ segir hann.