Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.
21.12.
Finnur fyrir þakklæti og auðmýkt
Alma Möller, verðandi heilbrigðisráðherra, segir það ótrúlega tilfinningu að vera komin í ríkisstjórn. Hún finni fyrir þakklæti vegna traustsins en einnig auðmýkt vegna komandi verkefnis.
Meira
21.12.
Inga segir „elsku“ Bjarna vera öfundsjúkan
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokksins í garð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé sprottin upp úr öfundsýki.
Meira
21.12.
„Ég verð bara að vera mjög útsjónarsamur“
Daði Már Kristófersson, nýr fjármála- og efnahagsráðherra, kveðst þurfa að verða mjög útsjónarsamur til þess að fjármagna útgjaldaloforð nýrrar ríkisstjórnar.
Meira
21.12.
„Þetta er ríkisstjórn almannahagsmuna“
„Það eru vetrarsólstöður, bjartara fram undan, bæði með dagana en líka með þessari ríkisstjórn. Við erum komnar til að vinna fyrir land og þjóð og hlökkum mikið til.“
Meira
21.12.
„Ég á eftir að sjá hvernig þau gera þetta“
Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, segir margt vanta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar miðað við þau kosningaloforð sem voru gefin í kosningabaráttunni.
Meira
21.12.
Myndir: Ný ríkisstjórn fundar með forseta
Ráðherrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins eru komnir á Bessastaði til að funda með forseta Íslands.
Meira
21.12.
„Mínum stjórnmálaferli lokið í bili“
Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, kveðst hættur í stjórnmálum í bili. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna að málefnum barna undanfarin ár.
Meira
21.12.
„Mér fannst frekar lítið í þessu“
„Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma þetta er búið að taka,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, um nýja stjórnarsáttmálann.
Meira
21.12.
Segir óþægilega óvissu framundan
Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að stýra þeim ráðuneytum sem hún hefur stýrt í ráðherratíð sinni, spurð hvað henni finnist um að ráðuneyti hennar yrði lagt niður í nýrri ríkisstjórn.
Meira
21.12.
Bjarni: „Útilokað að þetta geti gengið upp“
Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að ný ríkisstjórn boði kerfisbreytingar sem kosti gífurlega fjármuni og útilokað er að framkvæma, miðað við hvernig loforðin eru lögð upp.
Meira
21.12.
Segir Daða hafa ríkt umboð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og verðandi utanríkisráðherra, segir Daða Má Kristófersson, varaformann flokksins og verðandi fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ríkt umboð frá flokknum til að taka við embætti fjármálaráðherra. Val hans hafi verið samþykkt á þingflokksfundi og ráðgjafarfundi.
Meira