Kristrún mætt á Bessastaði

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og verðandi forsætisráðherra, er mætt á ríkisráðsfund á Bessastöðum.

„Mínum stjórnmálaferli lokið í bili“

Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, kveðst hættur í stjórnmálum í bili. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna að málefnum barna undanfarin ár.
Meira »

„Mér fannst frekar lítið í þessu“

„Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma þetta er búið að taka,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, um nýja stjórnarsáttmálann.
Meira »

Segir óþægilega óvissu framundan

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að stýra þeim ráðuneytum sem hún hefur stýrt í ráðherratíð sinni, spurð hvað henni finnist um að ráðuneyti hennar yrði lagt niður í nýrri ríkisstjórn.
Meira »

Bjarni: „Útilokað að þetta geti gengið upp“

Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að ný ríkisstjórn boði kerfisbreytingar sem kosti gífurlega fjármuni og útilokað er að framkvæma, miðað við hvernig loforðin eru lögð upp.
Meira »

Segir Daða hafa ríkt umboð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og verðandi utanríkisráðherra, segir Daða Má Kristófersson, varaformann flokksins og verðandi fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ríkt umboð frá flokknum til að taka við embætti fjármálaráðherra. Val hans hafi verið samþykkt á þingflokksfundi og ráðgjafarfundi.
Meira »

Ráðherrar starfsstjórnar mættir á ríkisráðsfund

Ráðherrar starfsstjórnarinnar eru mættir á fund forseta á Bessastöðum.
Meira »

Guðrún: Mun veita ríkisstjórninni aðhald

Guðrún Hafsteinsdóttir, fráfarandi dómsmálaráðherra, óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í sínum störfum. Hún mun íhuga framboð til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins en segir ekki tímabært að ákveða slíkt núna.
Meira »

Umræðan um aðildarviðræður þurfi rými og tíma

Kristrún Frostadóttir, verðandi forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina samstíga og að stjórnarflokkarnir muni samþykkja þingsályktunartillögu um að fara í atkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik en að umræðan þurfi bæði rými og tíma.
Meira »

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni

Stefnuyfirlýsing, sem oft er kölluð stjórnarsáttmáli, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynntur í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag.
Meira »

Fundi lokið

Blaðamannafundinum í Hafnarborg er nú lokið. Formennirnir hafa ekki gefið kost á viðtölum fyrr en á Bessastöðum er ríkisráðsfundur fer fram klukkan 15:30.

Greint verður nánar frá blaðamannafundinum og nýjum stjórnarsáttmála á mbl.is síðar í dag.

Þetta eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar

Stefnuyfirlýsing Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í Hafnarfirði í dag. Var þar ný ráðherraskipan kynnt en 11 nýir ráðherrar voru kynntir til sögunnar. Fjórir koma úr röðum Samfylkingar, fjórir frá Viðreisn og þrír úr Flokki fólksins.
Meira »

Fjögur ráðuneyti Viðreisnar

Þorgerður Katrín utanríkisáðherra.

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.

Sigmar Guðmundsson verður formaður þingflokks Viðreisnar.

Þrjú ráðuneyti Flokk fólksins

Inga verður húsnæðis og félagsmálaráðherra.

Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður mennta- og barnamálaráðherra.

Fjögur ráðuneyti Samfylkingarinnar

Kristrún forsætisráðherra.

Logi Einarsson menningar, nýsköpunar og háskólaráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis, orku og loftslagsráðherra.

Alma Möller heilbrigðisráðherra.

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti þingsins.