Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Hildur í viðtali við fjölmiðla baksviðs

Parasite valin besta kvikmyndin

Suðurkóreska kvikmyndin Parasite var valin besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þetta eru fjórðu verðlaun kvikmyndarinnar hér í kvöld en leikstjórinn Bong Joon-ho vann einnig í flokki leikstjóra. Parasite hlaut einnig verðlaun í flokki erlendra kvikmynda og fyrir besta frumsamda handritið.
Meira »

Jæja þetta er búið

Þessu er lokið, takk fyrir samfylgdina í kvöld. Parasite stendur uppi sem sigurvegari kvöldsins en kvikmyndin hlaut fern verðlaun.

Parasite valin besta mynd ársins

Þetta mun líklegast alveg ganga frá leikstjóranum Bong Joon-Ho, miðað við fyrri ræður hans í kvöld.

Jane Fonda mætt á sviðið

Leikkonan Jane Fonda er mætt á sviðið og tilkynnir aðal verðlaunin..

Ballið fer að klárast

Nú eru aðeins ein verðlaun eftir, stærstu verðlaunin, besta kvikmyndin. Kvikmyndunum 1917, Joker og Parasite hefur öllum verið spáð sigri í þessum flokki og spennandi að sjá hver þeirra mun hreppa styttuna. Einnig eru tilnefndar Ford v Ferr­ari, The Iris­hm­an, Jojo Rabbit, Little Women, Marria­ge Story og Once Upon a Time.. In Hollywood.

Renée Zellweger vinnur fyrir hlutverk sitt í Judy

Breska leikkonan Renée Zellweger hlýtur Óskarinn í flokki leikkonu í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Judy. Þetta eru önnur Óskarsverðlaunin sem Zellweger hlýtur og í fjórða sinn sem hún er tilnefnd.

Phoenix pólitískur í ræðu sinni

Leikarinn Joaquin Phoenix er, eins og búist var við, pólitískur í ræðu sinni og ræðir um mannkynið og veganisma.

Joaquin Phoenix er leikari ársins

Joaquin Phoenix hlýtur Óskarinn í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Joker.

Billie Eilish mætt á sviðið og syngur Bítlalag

Hin 18 ára gamla Billie Eilish er mætt á sviðið og syngur Yesterday eftir Bítlana á meðan við minnumst þeirra sem fallið hafa frá síðastliðið árið.

Bong Joon-Ho er leikstjóri ársins

Suður-Kóreski leikstjórinn Bong Joon-Ho vann verðlaunin í flokki leikstjóra. Hann sagði í ræðu sinni að hann hafi ekki búist við fleiri verðlaunum eftir að hafa unnið í flokki erlendra kvikmynda og hélt hann gæti bara slakað á. Hann þakkar Quentin Tarantino fyrir að vekja athygli á honum í Bandaríkjunum þegar þekktu ekki nafn hans. Hann segist ætla að drekka fram á næsta morgun. Skál fyrir Bong Joon-Ho!!!

Elton John og Bernie Taupin unnu fyrir besta lagið

Það er gríðarlegt spennufall í gangi en prógrammið heldur áfram. Elton John og Bernie Taupin unnu verðlaunin fyrir besta lagið, sem Elton flutti hér rétt áðan.

Hildur vann!!!!!!


Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í kvöld Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi virtu verðlaun Akademíunnar. Þetta er ótrúlegt!!!

Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaunin

Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í kvöld Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi virtu verðlaun Akademíunnar.
Meira »

Elton John klikkar ekki

Elton John syngur nú lag sitt (I'm gonna) Love Me Again úr kvikmyndinni Rocketman. Hann og félagi hans Bernie Taupin eru tilnefndir fyrir lagið í kvikmyndinni.