10.2.2020
10.2.2020
10.2.2020
Þessu er lokið, takk fyrir samfylgdina í kvöld. Parasite stendur uppi sem sigurvegari kvöldsins en kvikmyndin hlaut fern verðlaun.
10.2.2020
Þetta mun líklegast alveg ganga frá leikstjóranum Bong Joon-Ho, miðað við fyrri ræður hans í kvöld.
10.2.2020
Leikkonan Jane Fonda er mætt á sviðið og tilkynnir aðal verðlaunin..
10.2.2020
Nú eru aðeins ein verðlaun eftir, stærstu verðlaunin, besta kvikmyndin. Kvikmyndunum 1917, Joker og Parasite hefur öllum verið spáð sigri í þessum flokki og spennandi að sjá hver þeirra mun hreppa styttuna. Einnig eru tilnefndar Ford v Ferrari, The Irishman, Jojo Rabbit, Little Women, Marriage Story og Once Upon a Time.. In Hollywood.
10.2.2020
Breska leikkonan Renée Zellweger hlýtur Óskarinn í flokki leikkonu í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Judy. Þetta eru önnur Óskarsverðlaunin sem Zellweger hlýtur og í fjórða sinn sem hún er tilnefnd.
10.2.2020
Leikarinn Joaquin Phoenix er, eins og búist var við, pólitískur í ræðu sinni og ræðir um mannkynið og veganisma.
10.2.2020
Joaquin Phoenix hlýtur Óskarinn í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Joker.
10.2.2020
Hin 18 ára gamla Billie Eilish er mætt á sviðið og syngur Yesterday eftir Bítlana á meðan við minnumst þeirra sem fallið hafa frá síðastliðið árið.
10.2.2020
Suður-Kóreski leikstjórinn
Bong Joon-Ho vann verðlaunin í flokki leikstjóra. Hann sagði í ræðu sinni að hann hafi ekki búist við fleiri verðlaunum eftir að hafa unnið í flokki erlendra kvikmynda og hélt hann gæti bara slakað á. Hann þakkar Quentin Tarantino fyrir að vekja athygli á honum í Bandaríkjunum þegar þekktu ekki nafn hans. Hann segist ætla að drekka fram á næsta morgun. Skál fyrir Bong Joon-Ho!!!
10.2.2020
Það er gríðarlegt spennufall í gangi en prógrammið heldur áfram. Elton John og Bernie Taupin unnu verðlaunin fyrir besta lagið, sem Elton flutti hér rétt áðan.
10.2.2020
Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í kvöld Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi virtu verðlaun Akademíunnar. Þetta er ótrúlegt!!!
10.2.2020
10.2.2020
Elton John syngur nú lag sitt (I'm gonna)
Love Me Again úr kvikmyndinni Rocketman. Hann og félagi hans Bernie Taupin eru tilnefndir fyrir lagið í kvikmyndinni.