mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Skemmdir á Kjalarnesi

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari mbl.is, er á ferðinni á Kjalarnesi. Skemmdir urðu á bílum og húsum þar eins og sjá má á þessum myndum.



Pósthús opna klukkan 13

Þau pósthús sem voru lokuð vegna veðurs fyrri hluta dags verða opnuð aftur klukkan 13.
Meira »

Rauðu viðvaranirnar nauðsynlegar

„Miðað við spána var ekki stætt á öðru en að gera þetta svona,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnadeild, um rautt viðvörunarstig á höfuðborgarsvæðinu í morgun sem hefur haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Hlýrra sé en gert var ráð fyrir sem hafi hjálpað mikið.
Meira »

„Gufuvitlaust veður“ í austanverðum Skagafirði

Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segir heldur að bæta í veðrið í landshlutanum og að það sé þegar orðið alveg „gufuvitlaust veður“ í austanverðum Skagafirði, handan Héraðsvatna.
Meira »

Sjór flæðir á land á Suðurnesjum

Mikill sjór hefur flætt á land á Reykjanesi, ekki síst við Ægisgötu í Keflavík og í Garði í Suðurnesjabæ þar sem allt er á floti.
Meira »

„Var hrædd og vissi ekkert hvað var að gerast“

Í nótt fauk hluti af þaki á fjölbýlishúsi við Jörfagrund á Kjalarnesi. Hanna Sigurrós Helgadóttir býr í íbúðinni á efri hæðinni þar sem þakið skemmdist. Í samtali við mbl.is segir hún að þar sem veðrið sé enn brjálað og fólk vogi sér varla út sé erfitt að segja til um nákvæmar skemmdir.
Meira »

Strætóskýli lagðist á bakið á Seltjarnarnesi

Strætóskýli fauk af sínum stað fyrir utan sundlaugina á Seltjarnarnesi þegar óveðrið gekk yfir í morgun.
Meira »

Vindur að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu

Vindur er nú að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu eins og spár gerðu ráð fyrir. Appelsínugul viðvörun tók gildi kl. 11 og rennur hún út kl. 14 eins og gefið var út í gær.
Meira »

Eldingaveður tefur fyrir rafmagnsviðgerðum

Aðstæður á Suðurlandi eru að skána og eru vinnuflokkar frá Rarik farnir af stað í bilanaleit í Árnessýslu, en enn er erfitt að komast til vinnu í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu.
Meira »

Víða lokað vegna veðurs

Ýmis starfsemi hefur legið niðri á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu í morgun. Skólahald hefur nánast alfarið legið niðri, og það á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla.
Meira »

Með grillið inni í stofu

Borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir fer að öllu með gát í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Líf birti mynd á Twitter þar sem hún hefur komið grillinu sínu fyrir inni í stofu.
Meira »

Opnað fyrir umferð um Reykjanesbraut

Búið er að opna Reykjanesbraut og Grindavíkurveg. Enn er þó bálhvasst og hálka og hálkublettir á vegunum og hvetur lögregla vegfarendur til að sýna aðgát og fara varlega.
Meira »

Þak fauk af skúr í Hafnarfirði

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir að Öldugötu í Hafnarfirði í morgun. Tilkynning hafði borist um að þak hefði fokið í heilu lagi af skúr.
Meira »

Lítið að gera í leigubílaþjónustu

Morgunninn hefur verið með rólegra móti hjá leigubifreiðaþjónustum höfuðborgarsvæðisins. Hjá Hreyfli hefur verið mun minna að gera en á venjulegum degi.
Meira »

Strætó aftur af stað í hádeginu

Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun hefja akstur á nýjan leik í kringum klukkan 11:30 til 12 í dag.
Meira »