28.2.2020
Að svo stöddu munu yfiröld ekki takmarka fjöldasamkomur vegna veirunnar eins og hefur til að mynda verið gert í Sviss. Aðgerðir eru þó í sífelldri endurskoðun.
28.2.2020
Maðurinn er við ágæta heilsu, hann er ekki bráðveikur og tók fjölskylda hans tíðindunum af miklu æðruleysi.
Smit í flugvél eru mjög fátíð, að sögn Þórólfs, smit berst yfirleitt ekki í flugi.
28.2.2020
„Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og varðbergi. Við miðum við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum,“ segir Þórólfur.
Yfirvöld þurfa að leggjast í mikla vinnu til þess að rekja smit mannsins.
28.2.2020
28.2.2020
Hópur Íslendinga sem dvalið hefur á hættusvæði á Ítalíu er væntanlegur heim á morgun. Mælst er til þess að þau haldi sig í sóttkví í fjórtán daga og fær hópurinn skilaboð um það.
28.2.2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að það að hættustig hafi verið virkjað hafi ekki áhrif á ferðir fólks til og frá landinu.
„Það breytir í sjálfu sér engu varðandi það. Veldur því að við endurskoðum hættumatið oftar en hefur verið gert. Munum endurskoða það stöðugt í samræmi við það.“
28.2.2020
Þórólfur biður fólk um að halda ró sinni og fylgja leiðbeiningum um hreinlætisaðgerðir.
„Við munum skerpa á þessum leiðbeiningum og erum með ýmislegt í pokahorninu sem við þurfum að koma með ef þörf reynist.“
Hann gerir ráð fyrir fleiri smitum.
28.2.2020
28.2.2020
Maðurinn var á skíðasvæðinu Andalo sem er í útjaðri þessara svæða sem skilgreind voru sem hættusæði svo það er greinilegt að veiran virðir ekki landamæri héraða, að sögn Þórólfs.
Maðurinn leitaði til kerfisins fyrir tveimur dögum síðan.
28.2.2020
Allir einstaklingar sem voru í hópnum sem maðurinn var í verða skoðaðir að sögn Þórólfs. Í þessum töluðu orðum er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn var í og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist.
28.2.2020
28.2.2020
Blaðamaður spyr hvort allir sem komi að utan þurfi að fara í sóttkví.
Þórólfur segir að það komi vel til greina að útvíkka skilgreiningu hættusvæða.
28.2.2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að hættustig almannavarna segi það að við séum með ástand sem kallar á öflugri viðbrögð. Það snýt helst að aukinni samhæfingu og eru fleiri virkjaðir til verka. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa nú sérstakt hlutverk í viðbúnaði.
28.2.2020
Guðlaug Rakel segir að spítalinn sé búinn að vera að undirbúa sig frá áramótum. Þessi sjúklingur kemur ekki í gegnum bráðamóttökuna heldur fór beint upp á smitsjúkdómadeild þar sem hann var lagður inn.
Nú er unnið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með.
28.2.2020
Alma D. Möller, landlæknir, segir heilsugæsluna í framlínunni hvað varðar það að bregðast við mögulegum smitum. Hún beinir fólki á að leita þangað ef fólk finnur fyrir einkennum.
Sóttkví verður beitt eða eftir avikum einangrun ef smit greinast.
Álag á heilsugæsluna hefur aukist en nú er til skoðunar að styrkja hana sérstaklega.
Þeir sem gætu orðið veikastir þurfa að leita á spítala en verið er að undirbúa Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri fyrir það, sömuleiðis er búið að fara yfir ferla og skipulag á gjörgæslu.