Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is
7.3.2020
Sjöunda blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar er nú lokið. Búist er við því að boðað verði til nýs fundar þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir. Tala smitaðra var í gær 45, þar af 4 innlend smit, en búist er við nýjum greiningartölum síðar í dag.
7.3.2020
Þeir sem eiga aðstandendur sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir eru hvattir til þess að lesa sérstakar leiðbeiningar til þessara hópa. Þar kemur hvað skuli forðast og til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa til að draga úr smithættu.
7.3.2020
Viðkvæmir hópar eru hvattir til að forðast fjölfarna staði eins og líkamsræktarstöðvar, kvikmyndahús og sundlaugar. Kemur þetta fram í sérstökum leiðbeiningum til þessara hópa.
7.3.2020
„ Veikin er örugglega útbreiddari en fólk heldur,“ segir Þórólfur. Eflaust sé mikið af einkennalausu fólki sem smitað sé af veirunni og það veldur því að veiran sé í raun útbreiddari en gert hefur verið ráð fyrir.
7.3.2020
Hugsanlegt er að kórónaveiran lifi betur í þurru og köldu loftslagi líkt og er á skíðasvæðum í Evrópu og hér á landi. „Þessi veira eins og flestar veirur lifir betur í köldu og þurru loftslagi,“ segir Þórólfur sóttvarnalæknir. Verið gæti að veiran lifi lengur og breiðist hraðar út á slíkum svæðum. Þó segir Þórólfur athyglisvert að ekki hafi verið tilkynnt um svo mörg tilfelli í Austurríki, en bætir við að vel gæti verið að þar séu færri sýni tekin til skoðunar en hér á landi miðað við höfðatölu.
7.3.2020
Þeir sem veikjast en hafa engin tengsl við svæði erlendis þar sem smithætta er mikil eða fólk sem hefur nýlega verið þar er samt sem áður hvatt til að halda sig til hlés. Veikir ættu ekki að mæta til vinnu og gæta vel að hreinlæti. Áhersla er lögð á sýnatöku úr einstaklingum sem hafa faraldsfræðilega tenginu við svæði erlendis en það er endurmetið á hverjum degi.
7.3.2020
Enn og aftur er fólk beðið um að nýta sér símaþjónustu eða rafrænar lausnir í stað þess að mæta á heilsugæslur þar sem fólk er sem er veikt fyrir. Þó er mikilvægt að muna að fólk eigi ekki að vera hrætt við að leita sér aðstoðar, enda hefur það sýnt sig í Kína að það getur haft slæmar afleiðingar. Fólk er minnt á að hringja í 1700 eða nýta sér heilsuvera.is
7.3.2020
„Við ætlum að beina sjónum að þessum viðkvæmu hópum,“ segir Alma Möller landlæknir um nýjar leiðbeiningar vegna veirunnar. Segir Alma að þeir sem séu í mestri hættu séu einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk.
7.3.2020
Sjöundi blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar sem veldur öndunarfærasjúkdómnum COVID-19 er hafinn. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, Alma Möller landlæknir og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru á fundinum.
7.3.2020
7.3.2020
7.3.2020
7.3.2020
7.3.2020
7.3.2020