10.3.2020
Stjórnvöld hafa sett fram aðgerðir sínar sem kynntar voru í dag í sjö liðum. Fram kemur á vef stjórnarráðsins að faraldurinn muni hafa bein áhrif á atvinnulífið og stöðu ríkissjóðs. Þrátt fyrir að geta þjóðarbúsins til að takast á við vandann sé ljóst að hagkerfið sé berskjaldað fyrir ytri áhrifum af þeim toga sem hér ræðir. Til að verja íslenskt efnahagslíf mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum:
10.3.2020
Katrín segir að um sé að ræða fordæmalausar aðstæður og óvissan sé mikil.
Ekki er vitað hversu langan tíma það taki að komast í gegnum þennan faraldur og því sé óvissan í efnahagsmálum mikil.
Katrín segir að við búum af mikilli reynslu að takast á við óvænta hluti.
Fundinum er þar með lokið og ráðherrar þakka fyrir sig.
10.3.2020
Sigurður Ingi þakkar viðbragðsaðilum fyrir það hvernig hann upplifi að tekið sé á kórónuveirunni af skynsamlegum hætti. Einnig þakkar hann almenningi fyrir sín viðbrögð.
Mikilvægt sé að lifa eins eðlilega og hægt er, innan breyttra aðstæðna.
Hann segir að talsvert sé eftir í tímalínu vegna veirunnar, eins og sjá megi í öðrum ríkjum.
Þarna sé tekið utan um fyrirtæki og fólk í landinu efnahagslega og Sigurður segir að á sama tíma sé heilbrigðiskerfinu treyst.
10.3.2020
Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að forsendur fjármálastefnu séu brostnar. Því þurfi að koma með nýja stefnu og nýja fjármálaáætlun. Boðað verði til þess um miðjan maí.
Nú þurfi að huga að aðgeðrum vegna fyrirséðar niðursveiflu, segir Bjarni Benediktsson.
Ferðaþjónustan mun finna fyrir veirunni. Því hafi verið ákveðið að grípa til ráðstafana.
Bjarni segir um að ræða tímabil sem gangi yfir en nú þurfi til að mynda að hjálpa fyrirtækjum sem lenda í vanda.
Fyrirtæki sem eigi við lausafjárvanda fá frest til að standa skil á sköttum og gjöldum.
Stjórnvöld eru að undirbúa stórt markaðsátak í samstarfi við ferðaþjónustuna og ríkissjóður skuldbindur sig til að markaðssetja landið sem áfangastað þegar ský dregur frá sólu.
Ef merki verði um samdrátt í einkaneyslu gæti verið gripið til frekari aðgerða til að örva neysluna. Ef það skortir eftirspurn frá einhvejrum hundruðum þúsunda ferðamanna mun það geta haft töluverð áhrif.
Bjarni nefnir að hafið sé samstarf við fjármálafyrirtæki þannig að þau geti sem best sinnt sínu hlutverki við þessar aðstæður. Fyrirtæki sem lendi í tímabundnu lausafjárskorti fái súrefni.
Minnir á að verið er að glíma vði ófyrirséðar aðstæður. Bjarni segir að ríkisstjórnin sé með sérstakt fjárfestingaátak vegna næstu þriggja ára í bígerð.
10.3.2020
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út dagskrá fundarins klukkan 14 í dag. Ásamt þeim Víði Reynissyni og Ölmu Möller mun Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans mæta og ræða aðgerðir spítalans.
10.3.2020
Katrín segir að kórónuveiran hafi dramatísk áhrif um allan heim. Við erum vel undirbúin að takast á við skell en það breytir því ekki að þurfi að endurskoða fyrir áætlanir.
Katrín segir að margt sem hafi áður verið gert muni skipta máli. Áfram skiptir máli að ná kjarasamningum og hún fagnar fregnum síðustu daga í þeim málum.
10.3.2020
Hér í ráðherrabústaðnum er allt að verða klárt fyrir kynninguna.
Fyrsta glæran er komin upp á skjá og á henni stendur „Viðspyrna fyrir íslenskt efnahagslíf“.