15.3.2020
Segjum þetta gott héðan úr Skógarhlíð. Takk og bless.
15.3.2020
Einungis einn starfsmaður Heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður. Heilsugæslustöðin verður þó lokuð á morgun og mun Heislugæslan í Árbæ og Grafarvogi sinna þeim sem annars hefðu mætt í Mosfellsbæ.
Óskar bendir þó á að flestum sé sinnt utan stöðvarinnar.
15.3.2020
Sóttvarnalæknir segir gert ráð fyrir að 60% landsmanna þurfi að smitast af veirunni til að hjarðónæmi myndist. Þar með er ekki sagt að allir þurfi að smitast alvarlega. Fjöldi fólks getur haft sýkinguna án þess að fá alvarleg einkenni. Nefnir hann sem dæmi að aðeins 0,1% íbúa Hubei-héraðs í Kína hafi greinst með veiruna þótt líklegast hafi mun fleiri fengið mjög væg einkenni.
Ef ekki yrði gripið til neinna aðgerða myndi veiran ganga yfir á 2-3 mánuðum. Með aðgerðum sé þó gert ráð fyrir að teygja á faraldrinum inn í sumarið.
15.3.2020
Á þriðja þúsund manns eru í sóttkví. Þórólfur segir að sá tími geti komið að ekki verði mögulegt að rekja hvert einasta smit. „Það gæti orðið okkur ofviða.“
15.3.2020
Enginn sérstakur viðbúnaður verður er vélar frá Frakklandi, Þýskalandi og Spáni koma til landsins þótt löndin þrjú séu skilgreind sem hættusvæði.
Víðir segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess, líkt og gert var þegar vél kom frá Veróna í síðustu viku.
15.3.2020
26 öndundarvélar eru á Landspítala og fleiri á Akureyri. Útboð er á Landspítala eftir fleirum. Þórólfur telur að það ætti að nægja, svo fremi sem vel takist að dreifa álaginu.
15.3.2020
Ragnar Þór segir aðspurður að hætta sé á að viðkvæmir hópar flosni upp úr námi nú þegar skólahald í framhaldsskólum liggur niðri. „Það er ekkert öruggt að við náum að fyrirbyggja brottfall að öllu leyti.“
15.3.2020
Einhverjir starfsmenn Heilsugæslunnar hafa greinst með kórónuveru. Heilsugæslan í Mosfellsbæ verður lokuð á morgun þar sem starfsmaður greindist með veiruna.
15.3.2020
Víðir Reynisson segir að lögregla verði ekki með stíft eftirlit með að samkomubanni sé framfylgt. Hann telur að mikil samstaða sé í þjóðfélaginu um að framfylgja banninu og það því óþarft. „Ég held að slík brot yrðu ekki liðin,“ segir hann.
15.3.2020
Skólar munu ekki geta uppfyllt allar lögbundnar skyldur sínar á næstunni, segir Ragnar Þór.
15.3.2020
Ragnar segir þó að ekki skuli senda börn til ömmu og afa í pössun af augljósum ástæðum.
15.3.2020
„Ef fólk er í aðstöðu til að vinna heima, veita sveigjanleika og halda [leikskóla-]börnum að hluta til heima þá hvet ég fólk að gera það,“ segir Ragnar Þór, formaður Kennarasambandsins. Mest muni mæða á leikskólastarfi
15.3.2020
Fulltrúar Kennarasambandsins funduðu með almannavörnum og sóttvarnalækni í gær og fengu upplýsingar um stöðuna og hvernig skólakerfið eigi að bregðast við.
15.3.2020
Ragnar Þór segir kórónuveiruna fyrir löngu hafa sett svip sinn á skólastarfið og hugsanir barna.
15.3.2020
Mikið er spurt um óróleika og fólk er kvíðið og hrætt. Óskar segir að fólk þurfi að forðast öfgakenndar hugsanir en fylgi leiðbeiningum sóttvarnalæknis.