Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is
19.3.2020
Þórólfur segir að fólk í sóttkví geti í vissum tilfellum hist.
Hættan er að annar sé smitaður og þá lengist sóttkví hjá hinum. Fólk er hvatt til að lesa reglur um sóttkví.
Víðir minnir á við séum eitt lið og vinnum þetta saman. Hann þakkar fyrir í dag.
19.3.2020
Alma segir að til séu staðir þar sem hægt væri að setja upp sjúkrahús ef þess þarf.
Sviðsmyndir eru þar sem hægt væri að leita út fyrir Landspítala. Ekki er hugsða um nýjar byggingar á þessu stigi.
19.3.2020
Þórólfur segir að spálíkan skoði hversu margir veikist alvarlega.
Alma segir að eingöngu hafi verið skoðað álagið á heilbrigðiskerfið.
Þórólfur bætir við að ekki skiptir máli hversu margir fái veiruna heldur hversu margir fá hana alvarlega.
19.3.2020
19.3.2020
Tvö rúm eru lokuð á gjörgæslu Landspítala og búið er að draga úr valkvæðum skurðaðgerðum.
Forgangsraða og aðgerðir sem geta beðið eru látnar bíða.
Segist ekki vita nákvæmlega hversu mörgum aðgerðum verður frestað.
19.3.2020
Víðir segist hafa áhyggjur af upplýsingaóreiðu og því séu daglegir upplýsingafundir.
Allt eigi að vera upp á borðum og það vinni gegn flökkusögum.
19.3.2020
Víðir segist ekki vita nákvæmlega hversu margir eru á leið til landsins.
Vélar alls ekki fullar sem koma til Keflavíkur.
19.3.2020
Víðir segir að fólk sem er ekki á einkenni en á leið í sóttkví fari sömu leið heim og venjulega. Fólk með einkenni þarf að bregðast við með öðrum hætti, eins og í farsóttarhúsið.
Alma segir einhver hótel taka við einkennalausum, enda lítið af ferðamönnum.
19.3.2020
Alma segir að mörg lyf séu til skoðunar vegna kórónuveirunnar.
Grein frá því í gær um samsetningu tveggja lyfja.
Hún segir kúnst að velja hvaða lyf er hvenær í sjúkdómsgangi.
Þórólfur segir að það sé verið að teygja á faraldrinum til að kaupa tíma, til að mynda til að hægt sé að beita betri lyfjameðferð gegn sjúkdómnum.
19.3.2020
19.3.2020
Víðir veit um einhverja sem hafi þurft að einangra sig frá fjölskyldum sínum, líkt og hann.
19.3.2020
Við munum sjá aukningu og munum sjá meiri aukningu, segir Þórólfur
Þetta kemur ekki á óvart og er hluti af svona faraldri. Þurfum að passa að þetta fari ekki of hát.
Þórólfur veit ekki um smitaðan ráðamann.
19.3.2020
Þórólfur miðar við veikindaeinkenni þegar fólk er prófað. Pinnar verða fljótir að klárast ef allir mæta í próf.
Höldum áfram að leita vel samt, segir hann. Ekki útlit fyrir skort.
19.3.2020
Þegar útbreiðslan verður mikil í samfélaginu og þegar þau geta ekki rakið smitin og það margir verða smitaðir þá fer að koma að endapunkti í sóttkvíum.
Hann segir ekki komið að því og segir þetta það mikilvægasta.
19.3.2020
Rakningateymið vinnur í að rekja smitin 80 síðasta sólarhringinn, segir Þórólfur.