mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Aukaverkanir lyfja

Þórólfur segir að öll lyf geti valdið aukaverkunum, þegar hann er spurður um aukaverkanir malaríulyfs.

Hann segir að læknar sem ákveði að nota lyfið eða ekki þurfi að svara því.

Víðir segir að við þurfum að vera áfram í þessu saman. Leiðbeina þeim sem misstígi sig. Hann þakkar svo fyrir fund dagsins.

Mikið álag á gjörgæslunni

Páll segir að teymi styðji við starfsfólk á gjörgæslu. Mikið álag hefur verið á því.

Hann segir að erlendis hafi oft orðið erfiðleikar hjá starfsfólki þegar hlífðarfatnaður klárast eða sjúklingar hrúgast inn. Það eigi ekki við hér á landi.

Brugðust við smiti á gjörgæslu

Páll segir að brugðist hafi verið við þegar smit kom upp á gjörgæslu í upphafi faraldursins.

Hluti starfsmanna eru komnir aftur til starfa.

Annað smit á Landakoti

Páll segir að eitt smit hafi bæst við í Landakoti frá því í gær. Það var sjúklingur sem tengist smitum gærdagsins.

Páll segir ekki skort á hlífðarbúnaði fyrir starfsfólk spítalans.

Hulda segir að konur eigi að fara í sóttkví alla vega tveimur vikum fyrir fæðingu, þegar hún er spurð um tvíburafæðingar.

Makar fá ekki að vera viðstaddir keisaraskurð

Ákvörðun hefur verið tekin um að makar eða aðrir aðstandendur fái ekki að vera viðstaddir á skurðstofu þegar keisaraskurður fer fram.
Meira »

Biðla til fólks að fara ekki í bústað

Víðir segir að það hafi verið rætt að banna fólki að fara í sumarbústað um páska.

Hins vegar hlusti fólk á leiðbeiningar þeirra og því sé biðlað til fólks að fara ekki í bústað um páskana.

Hins vegar verði ekki hikað við að grípa til aðgerða ef ástandið breytist þannig.

Meðgöngutími veirunnar eru sjö til fjórtán dagar.

Viljum ekki fá aukningu

Þórólfur þakkar öllum fyrir aðgerðir hingað til. Hann bendir á að um sé að ræða langhlaup og aðgerðir megi ekki missa marks.

Langt er eftir og við viljum ekki fá aukningu í faraldurinn.

Heilbrigðiskerfið þarf að ráð við álagið

Þórólfur segir að það sem skipti mestu máli í faraldrinum sé að fá ekki of marga veika þannig að heilbrigðiskerfið ráði ekki við það.

Mjög alvarlegt atvik

Páll segir að það sé mjög alvarlegt þegar 42 ára kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af spítalanum.

Hann segir málið í skoðun en ætlar ekki að tjá sig frekar um það að sinni.

Sóttvarnaráð fundar síðar í vikunni

Þórólfur segir að boðað verði til fundar í sóttvarnaráði síðar í vikunni.

Ekki hertar aðgerðir um páska

Víðir segist hafa áhyggjur af því að fólk fari ekki eftir því að ferðast innanhús um páskana.

Meiri líkur séu á slysum ef margir ferðast.

Ef fólk hópast í sumarbústaðabyggðir sé fólk að hópast í heilbrigðissvæði sem eru veik. Þar sé nóg álag við að sinna íbúum svæðisins.

Ef fólk hópast mjög mikið saman að heiman frá sér gæti það gleymt reglunum. Víðir segir reglurnar snúa mikið að okkar umhverfi.

Víðir segir að samkomubann verði ekki hert um páska.

Þórólfur svarar spurningu

Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sem var veikt af veirusýkingu sé líklega til að fá COVID og veikist alvarlega.

Samræmdar aðgerðir

Hulda segir að reglur sængurlegudeildar Landspítala gildi líka á Akureyri.

Landlæknir hefur beint því til heilbrigðisstofnana að aðgerðir séu samræmdar.

Hulda segir val aðgerðir ekki hafa áhrif á keisaraskurð.

Smitaðar konur með barn á brjósti þurfa að huga sérstaklega að smitvörnum.

Ekki margir aðrir í öndunarvél

Páll segir að ekki margir aðrir en COVID-sjúklingar séu í öndunarvél. Hann veit ekki nákvæmlega hversu margir það ekki.

Alma segir að tölur frá N-Ítalíu sýni að 85% hafi verið COVID-sjúklingar.

Páll segist ekki hafa nákvæmar tölur þeirra sem eru í öndunarvél. Fólk á sextugs og upp á áttræðisaldur á gjörgæslu.

Fylgjast vel með stöðunni

Hulda segir að allt daga sé fylgst með stöðunni og því sem er í gangi hér og erlendis.

Hugsað er um að vernda starfsemina og þess vegna eru konur frá 36. viku hvattar til að vera sem mesta heima og fara mjög varlega. Ekki beint í sóttkví en takmarka mjög umgengni við aðra.