Kartöflumúsin sem Ameríka elskar

2 Chainz er nokkuð flinkur í eldhúsinu enda þriggja barna …
2 Chainz er nokkuð flinkur í eldhúsinu enda þriggja barna faðir. mbl.is

Þið skulið ekki halda í eina mínútu að Matarvefurinn sé ekki með puttana á púlsinum því það erum við svo sannarlega. Við birtum allar heitustu uppkskriftirnar, færum ykkur fregnir af heitustu trendunum og því sem þið verðið að eignast ef þið eruð á annað borð að safna veraldlegum eldhúseigum. Við elskum merkjavöru í bland við snjallar og ódýrir lausnir og við gerum ekki upp á meðal fólks. Bara alls ekki.

Stórvinur Matarvefjarins, rapparinn 2 Chainz, er nokkuð lunkinn í eldhúsinu og deilir hér uppskrift að kartöflumús með hvítlauk sem hann er sérlega hrifinn af. Uppskriftin er skotheld að öllu leyti og ef þið viljið slá í gegn í næsta matarboði þá mætið þið að sjálfsögðu með kartöflumús að hætti 2 Chainz.

Ef einhver elskar kartöflumús er það Ameríkaninn og þessi uppskrift skorar hátt þarlendis og því ekki við öðru að búast en Íslendingurinn verði jafnhrifinn.

Kartöflumúsin sem Ameríka elskar

  • 500-700 g af hágæðakartöflum. Helmingurinn flysjaður.
  • 30 g ósaltað smjör
  • 250 ml rjómi
  • 3 msk. maukaður hvítlaukur
  • 3 msk. sýrður rjómi
  • söxuð steinselja
  • sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

  1. Ef þú ert með mikið skart á fingrunum skaltu fjarlægja það og leggja varlega til hliðar.
  2. Skerið kartöflurnar í ferninga og setjið smjörið saman við.
  3. Setjið kartöflurnar í pott með köldu vatni sem búið er að salta. Látið suðuna koma upp.
  4. Sjóðið kartöflurnar af ákefð þar til hægt er að stinga gafflinum í gegnum þær.
  5. Meðan kartöflurnar eru að sjóða skal blanda saman rjómanum, hvítlauk, salti og pipar í lítinn gullpott. Bætið smjöri saman við og látið suðuna koma upp.
  6. Sigtið kartöflurnar í gullsigti og setjið svo í gullskál.
  7. Þegar því er lokið skaltu spila lagið “Feds Watching” og fagna því hvað lífið gengur vel.
  8. Þegar þú ert búin/n að fagna skaltu setja sýrða rjómann og slatta af steinselju út á kartöflurnar. Síðan skaltu hella rjómablöndunni hægt yfir og hræra vel þannig að kartöflurnar maukist vel.
  9. Kryddið til með salti og pipar.
  10. Berið fram í gullskál og skreytið með afgangnum af steinseljunni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka