Vinsælustu fréttir ársins á Matarvefnum

Landsmenn trylltust af gleði þegar Costco opnaði.
Landsmenn trylltust af gleði þegar Costco opnaði. Ófeigur Lýðsson

Það er komið að því að fara yfir árið á Matarvefnum og það er ekki laust við að það sé áhugaverður listi. Koma Costco til landsins hafði mikil áhrif og allar fréttir tengar Costco fengu mikinn lestur.

Matarvefurinn tók hlutverk sitt alvarlega og ferðaðist vestur um haf til að kanna hvernig verslun Costco væri og hverju íslenskir neytendur mættu búast við.

Ein mest lesna fréttin fjallaði einmitt um verð á KitchenAid-vélum vestanhafs og það ætlaði allt um koll að keyra í kjölfarið.

Eins var fólki greinilega umhugað um að gera engar vitleysur í Costco og því var þessi frétt gríðarlega mikið lesin:

Eins hafði fólk mikinn áhuga á að vita hvaða matur væri á boðstólnum og hvað væri að seljast best en eins og alþjóð veit hefur berjainnflutningur til landsins margfaldast og enginn er maður með mönnum nema eiga fersk kirsuber í kæli.

Sumir voru dauðhræddir við að þeim yrði ekki hleypt inn enda voru landsmenn ekki vanir því að þurfa að sýna aðildarkort í verslunum. Ekki voru menn sammála um hvort þetta myndi virka en annað kom á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert