Léttist um tíu kíló á þessu mataræði

Jimmy Kimmel þá og nú.
Jimmy Kimmel þá og nú.

Margir kannast við að vera fastir í sama farinu. Borða of mikið og hreyfa sig of lítið. Svo er víst líka hægt að borða á röngum tímum, í rangri röð og svona væri endalaust hægt að telja.

Það er því ekkert skrítið að meðalmaðurinn eða -konan hreinlega fari úr líkamanum í aðdraganda áætlaðs þyngdartaps.

Heiðursmaðurinn Jimmy Kimmel, sem jafnframt er spjallþáttastjórnandi vestanhafs, er einn af þeim sem var lítið að velta sér upp úr eigin líkamsástandi. Hann át það sem hann vildi og það var ekki fyrr en dr. Oz kom í þáttinn til hans og hann var vigtaður að hann fékk áfall. Hann var rúm 100 kíló og í afleitu líkamlegu ástandi.

Þetta var árið 2008 og síðan þá hefur Kimmel snúið við blaðinu. Fyrstu átta vikurnar eftir að hann ákvað að taka lífstílinn í gegn borðaði hann tvo prótínþeytinga á dag auk einnar léttrar máltíðar. Í kjölfarið borðaði hann ekki meira en 2.000 hitaeiningar á dag.

Í framhaldinu fór hann á 5:2 mataræðið en þar máttu borða það sem þér sýnist fimm daga vikunnar en sýna aðhald tvo daga. Hann valdi mánudaga og þriðjudaga og þá daga borðar hann og drekkur mestmegnis kaffi, hafragraut, epli, egg, súrsað grænmeti og hnetusmjör.

Með þessu mataræði hefur Kimmel tekist að halda jafnvægi í þyngd og líður mun betur. Hann er mikill matmaður en hann segir að í kjölfar breytinga á mataræðinu kunni hann betur að meta mat en áður.

Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarnum í ár.
Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarnum í ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert