Skiptu um lit á KitchenAid vélinni með þessari aðferð

Og útkoman verður stórkostleg.
Og útkoman verður stórkostleg. mbl.is/The Kitchn

Ertu búin/n a fá leið á litnum á KitchenAid vélinni þinni? Fékkstu þér fagurbláa vél sem þú vildir svo gjarnan hafa svarta? Eða finnst þér hvíta vélin þín ekki fá næga athygli?

Þá getur þú hreinlega málað vélina. Vinir Matarvefsins á heimasíðunni The Kitchn tóku hvíta vél og máluðu fagur gula. Þau mynduðu allt ferlið og það verður að segjast eins og er að það er merkilega auðvelt. 

Það er þó mikilvægt að vanda vel til verka. Illa máluð vél er nefnilega engin heimilisprýði. Passaðu að spreyja hana ekki of mikið - taktu þér fremur lengri tíma og mundu að þetta er nánast eins og að mála bíl enda KichenAid vél töluverð fjárfesting. 

Talaðu við sérfræðinga í málningar- eða byggingarvöruverslun og láttu þá mæla með vörunum fyrir þig. 

Mundu svo að taka nóg af fyrir og eftir myndum, pósta þeim á samfélagsmiðlum og njóta alls hróssins sem þú munt uppskera fyrir vel unnið verk. 

Mikilvægt er að taka nokkrar myndir áður en verkið hefst …
Mikilvægt er að taka nokkrar myndir áður en verkið hefst til að geta sýnt fyrir og eftir myndir. mbl.is/The Kitchn
Mikilvægt er að þrífa vélina vel til að viðloðunin verði …
Mikilvægt er að þrífa vélina vel til að viðloðunin verði sem best. mbl.is/The Kitchn
Skrúfaðu bakstykkið af og spreyjaðu það sér.
Skrúfaðu bakstykkið af og spreyjaðu það sér. mbl.is/The Kitchn
Settu málingarlímband yfir allt sem á ekki að mála og …
Settu málingarlímband yfir allt sem á ekki að mála og skerðu vandlega í kring. Hér borgar sig að fjárfesta í góðum föndur- eða útskurðarhníf. mbl.is/The Kitchn
Pússa þarf vélina með fínum sandpappír til að auka viðloðunina.
Pússa þarf vélina með fínum sandpappír til að auka viðloðunina. mbl.is/The Kitchn
Mikilvægt er að grunna vélina vel.
Mikilvægt er að grunna vélina vel. mbl.is/The Kitchn
Haltu brúsanum vel frá þannig að úðinn verði sem jafnastur.
Haltu brúsanum vel frá þannig að úðinn verði sem jafnastur. mbl.is/The Kitchn
Passaðu vel að spreyja ekki of mikið... né of lítið. …
Passaðu vel að spreyja ekki of mikið... né of lítið. Eins er mikilvægt að það myndist ekki rennandi taumar. mbl.is/The Kitchn
Taktu límbandið af áður en málningin er alveg þornuð til …
Taktu límbandið af áður en málningin er alveg þornuð til að hún brotni ekki. mbl.is/The Kitchn
Gömul vél hefur gengið í endurnýjun lífdaga með málningu.
Gömul vél hefur gengið í endurnýjun lífdaga með málningu. mbl.is/The Kitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert