Orkubitinn sem öllu breytir

Sumar máltíðir eru þannig að þær gera allt betra. Þér líður eins og þú getir flogið og leggur heiminn að fótum þér á meðan þú framkvæmir hluti sem þú taldir alls ómögulega...

Þið skiljið hvað hér er átt við. Maturinn sem er bæði fáránlega bragðgóður en manni líður líka vel eftir að hafa borðað. 

Þessi orkubuff eru af þessari tegund og við skorum á ykkur að smakka þessa dásemd. 

Orkubuff ofurmannsins

8-10 buff

Orkubuff:

  • 1 krukka Örnu fetaostur
  • 2 msk. olía úr krukkunni
  • 350 g rauðrófur
  • 1 laukur
  • 150 g gróft haframjöl
  • 2 egg
  • olía til að steikja upp úr

Aðferð:

  1. Sigtið olíuna frá fetaostinum og geymið 2 msk. af olíunni.
  2. Flysjið rauðrófuna og rífið gróft niður á rifjárni. Saxið laukin mjög smátt. Setjið rifnar rauðrófur og lauk í skál ásamt haframjöli, eggjum, olíu og fetaost.
  3. Látið blönduna bíða í 30 mínútur svo haframjölið blotni og blandist vel saman við rauðrófurnar.
  4. Hitið olíu á pönnu og steikið orkubuffin á báðum hliðum. Berið fram með hvítlaukssósu og grænmeti.

Hvítlaukssósa:

  • 150 g Örnu grísk jógúrt
  • 2 hvítlauksgeirar, marðir
  • salt og nýmalaður pipar

Blandið öllu saman í skál og berið fram með buffinu.

 

Borið fram með t.d.:

1 lárpera

Dill eða spírur

hnefafylli spínatsalat

Nokkrir smátómatar

gulrótastrimlum

ristuð graskersfræ

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert