Gjörbreytti eldhúsinu fyrir 12.250 krónur

Hér má sjá eldhúsið fyrir og eftir.
Hér má sjá eldhúsið fyrir og eftir. mbl.is/Facebook

Það kostar oftast nær fúlgur fjár að umbreyta eldhúsinu en endrum og eins finnast afar snjallar lausnir sem kosta lítið en útkoman er alveg hreint æðisleg.

Þrúða Högnadóttir ákvað að prófa að setja filmu á eldhúshurðirnar og hliðar innréttingarinnar eins og margir hafa gert. Hún keypti samtast sjö rúllur sem hver um sig kostaði 1.750 krónur.

Útkoman er svakalega fín og Þrúða skiljanlega hæstánægð. Hún segir þetta hafa verið fyrirhafnarinnar virði en þetta hafi verið töluverð þolinmæðisvinna.

Þeim sem vilja leika þetta eftir ráðleggur hún að þrífa eldhúsinnréttinguna vel áður en hafist er handa og hafa vel hreint meðan verið er að filma. Forðist jafnframt allt ryk.

Eins ráðleggur hún fólki að nota sköfu með mjúkan enda öðrum megin og góðan og flugbeittan hníf. Filmuna keypti hún í Bauhaus en þar er jafnframt hægt að kaupa sett með hníf og sköfu.

Eldhúsið áður en það var filmað.
Eldhúsið áður en það var filmað. mbl.is/Facebook
Svona leit eldhúsið út að verki loknu.
Svona leit eldhúsið út að verki loknu. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert