Nýjasta æðið í afmæliskökum

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það fer ekki fram hjá neinum sem hangir á samfélagsmiðlum að nýjasta æðið í afmæliskökubransanum er frekar svalt. Margir veigra sér þó við að baka svona köku en hér er skotheld uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotterí.is sem allir ættu að ráða við en það var Tinna vinkona hennar sem á heiðurinn að bakstrinum. 

Blómamarengs að hætti Berglindar

Það hefur sýnt sig undanfarið að númerakökur eins og þessar eru að slá í gegn. Í flestum tilfellum hef ég séð svokallaðar „Cream Tart“-númerakökur en þar er kakan þétt í sér, þunn og í tveimur til þremur lögum og skreytt með lifandi blómum og fleiru skemmtilegu. Ég hef hins vegar ekki séð þetta búið til úr marengs fyrr svo nú ættu marengsaðdáendur að taka vel eftir.

Uppskrift fyrir einn tölustaf:

  • 6 eggjahvítur
  • 300 gr. sykur
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 ½ bolli Rice Crispies
  • ½ bolli möndluflögur

Aðferð:

  1. Prentið út tölustafi sem fylla um það bil út í A3 blað. Dragið útlínur í gegn á bökunarpappír. Látið tölustafinn snúa öfugt þannig að þegar búið er að baka marengsinn sé hægt að snúa við á kökudisk.
  2. Bakið í 90 mín. á blæstri við 120 gráður. Leyfið marengsinum að kólna í um klukkustund í ofninum áður en hann er tekinn út.
  3. Áður en þið setjið lyftiduftið, Rice Crispies og möndluflögur út í marengsinn takið þá smávegis til hliðar og setjið í skál til að búa til rósir. Blandaði bleikum, rauðum og bláum matarlit út í til að fá lillabláan lit á marengsinn. Búið til rósir (1M stútur frá Wilton) og dropa (8B stútur frá Wilton) og látið bakast með tölustafnum í 90 mín. Áður en rósirnar og droparnir eru bakaðir má strá yfir smá kökuskrauti og leyfa því að bakast með.
  4. Sprautið svo rjóma (með smá flórsykri) á marengsbotnana með 8B stútnum og skreytti síðan með marengsskrautinu, lifandi blómum, berjum (jarðarber, hindber, brómber, kirsuber) og frönskum makkarónum.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert