Svona undirbýrðu útilegumatinn

Sigurjón Guðjónsson

Þegar farið er í útilegu skiptir málið að vera vel tjaldaður og klæddur, en ekki síst að vera með rétta matinn. Mikilvægt er að vera búinn að hugsa aðeins út í matseðilinn áður en lagt er af stað og skipta dögunum niður, hvað skuli borða hvaða dag, hvaða snarl sé nauðsynlegt að eiga og þar fram eftir götunum. Hér er listi um hvað ber að hafa í huga við undirbúning ferðalagsins og hvað ber að forðast eins og heitan eldinn.

Ekki ákveða matseðilinn úti í búð

Þetta eru mögulega stærstu mistökin sem hægt er að gera. Þú kaupir mögulega bara tóma vitleysu og því svengri sem þú ert þegar verslunarferðin á sér stað því meiri vitleysu ertu vís með að kaupa. Að auki er gulltryggt að eitthvað gleymist.

Gerðu lista

Ákveddu aðalmáltíðirnar, hvaða snarl þú vilt taka með, hvaða drykki og þar fram eftir götunum. Því ítarlegri sem listinn er því betri verða innkaupin og undirbúningurinn. Hvort þú ferð eftir listanum í útilegunni sjálfri er svo annað mál en þú átt nóg hráefni í allar máltíðir.

Vertu undirbúinn

Vertu búinn að laga túnfisksalat, elda kjúklingalæri eða baka eitthvað gott eins og kanilsnúða, skinkuhorn eða skúffuköku. Þetta mun algerlega slá í gegn og þú verður mögulega krýnd/ur Útilegumeistarinn 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert