Svona nærðu bjór úr fatnaði og útilegubúnaði

Bjór er fínn, en ekki í fötum.
Bjór er fínn, en ekki í fötum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nú ættu flestir að vera búnir að skila sér heim úr útiegum helgarinnar eftir frábæra helgi. Mögulega þurfa einhverjir að setja í vél og þá er ekkli úr vegi að vita nákvæmlega hvernig best er að losna við leiðindabletti á borð við bjór úr fatnaði. 

Best er að skola blettinn vel úr volgu vatni en matarsódi hefur reynst vel sé honum blandað saman við vatnið. Það eyðir sérstaklega lykt en enginn vill anga eins og bjórflaska sé kostur á öðru. Sé bjórinn í útilegubúnaðinum er gott að sulla smá sódavatni yfir blettinn en það er sagt gera kraftaverk. 

Aðalatriðið er þó að þrífa blettina sem fyrst því margir hafa brennt sig á því að pakka útilegudótinu eða fatnaðinum en þá á lyktin það til að magnast upp og festast í efninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert