Royalistar og frægir fagna

Betriborgarabiti.
Betriborgarabiti. mbl.is/Facebook - Jóhannes Haukur

Það heyrir til tíðinda hér á landi að fá nýbakaðar skonsur með hleyptum rjóma eða því sem kallast á ensku clotted cream. Fyrir þá sem eru ekki með „lingóðið“ á hreinu (þið sem eruð ekki alvöru royalistar) þá erum við að tala um hornstein breskrar hefðarfæðu. Fæðu sem var einungis aðalbornum samboðin.

Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er sannarlega í flokki royalista hér á landi og lýsti hann fjálglega uppákomu í mjög hnitmiðuðu örleikriti sem átti sér stað á hinu stórmagnaða kaffihúsi Pallett þar sem hann gæddi sér á alvöru gæðafæði.

Var á Pallett Kaffikompaní í dag að fá mér nýbakaða enska skonsu. Ekki upphitaða, nei. Nýbakaða. Og gaurinn er enskur sem bakar hana. Þannig að, já ensk skonsa. Punktur. Svo gerist örleikrit.

Gestur á kaffihúsi: „Voða notarðu mikið smjör Jói minn.“
Ég: „Þetta er ekki smjör, þetta er hleyptur rjómi og tekur um 16 klst. að verða tilbúið.“
Gestur á kaffihúsi: (Gapir í forundran)
Ég: Hleyptur... rjómi.
Gestur á kaffihúsi: (Tárast eilítið) ... er það?
Ég: „Já... og grjóthaltu kjafti.“

Gestur og ég horfum á hvor annan stundarkorn. Svo færist friður yfir.
ENDIR.

Jóhannes deildi téðu ör-leikriti á Facebook-síðu sinni og þar skiptast menn á skoðunum um hleyptan rjóma og ljóst er að royalistar þessa lands hafa eignast nýjan samastað og mögulega talsmann.

mbl.is/Pallett
mbl.is/Pallett
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert