Partírétturinn sem allir ættu að muna eftir

mbl.is/Berglind Hreiðars

Það er svo mikil nostalgía í þessari uppskrift að það er leitun að öðru eins enda hefur þessi uppskrift fylgt þjóðinni lengi í einhverri mynd. Arómat og majónes skipa hér lykilhlutverk og ef þetta er ekki eitthvað sem allir verða að prófa þá veit ég ekki hvað.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að uppskriftinni - en reyndar er hún upprunalega komin frá vinkonu hennar sem hefur haldið mikið upp á hana en sjá má uppskriftina á meðfylgjandi mynd.

Matarblogg Berglindar er hægt að nálgast HÉR.

Karrýgrjón með sinnepssósu

Grjónin
• 2 pk. kryddhrísgrjón með kjúklingabragði (í litlum bláum pokum)
• 1 ½ rauð sæt paprika
• ½ dós maísbaunir
• 2 msk. karrý
• 1 msk. aromat
• 1 msk. hvítlauksduft
• 6 msk. majónes frá E. Finnsson
• 2 msk. sýrður rjómi

Aðferð:

1. Sjóðið hrísgrjónin og leggið þau til hliðar, gott að leyfa þeim að ná stofuhita.
2. Saxið paprikuna smátt niður og blandið saman við grjónin ásamt gulu baununum.
3. Setjið karrý, aromat og hvítlauksduft saman við ásamt majónesi og sýrðum rjóma.
4. Hrærið þar til allt er vel blandað og nægilega blautt til að grjónin haldist saman (bætið við majónesi eftir smekk).
5. Setjið hrísgrjónablöndu á ristað brauð og vel af sinnepssósu yfir og njótið.

Sinnepssósa

• 100 ml majónes frá E. Finnsson
• 100 ml sýrður rjómi
• 3 msk. hunang
• 5 msk. sætt sinnep frá E. Finnsson
• 1 msk. karrý
• 1 msk. aromat

1. Hrærið öllu saman með písk þar til kekkjalaust og berið fram með hrísgrjónablöndu á ristuðu brauði.

Upprunalega uppskriftin kemur fá vinkonu Berglindar og er sögð fremur …
Upprunalega uppskriftin kemur fá vinkonu Berglindar og er sögð fremur hress og skemmtileg kona. mbl.is/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert