Orri farinn til Berlínar

Orri Páll Vilhljálmsson.
Orri Páll Vilhljálmsson. mbl.is/Þorgeir Ólafsson

Orri Páll Vilhjálmsson frá Apotek Restaurant sem sigraði World Class barþjónakeppnina fór til Berlínar í gær að keppa fyrir hönd Íslands.

World Class Bartending Competition er stærsta barþjónakeppni heims og fer fram í Berlín í ár. Bestu barþjónar heims frá 58 löndum taka þátt og á morgun (laugardag) verður þáttakendum fækkað niður í 20 og svo 4 á sunnudaginn sem keppa þá til úrslita.  

Hægt er að fylgjast með keppninni á Facebook 

Orri er búinn að vera að undirbúa sig undanfarna mánuði fyrir stóru stundina en í keppninni þarf hann að glíma við margs konar áskoranir. Barþjónar gera ekki einn drykk sem er metinn eins og í hefðbundinni kokteilkeppni heldur þarf Orri að útbúa 22 mismunandi drykki frá eigin höfði ef hann kemst áfram í topp 20.

Á Íslandi hefur World Class barþjónakeppnin staðið fyrir margs konar námskeiðum. Barþjónar hafa lært að skera út ís, fræðst um hvernig nýta má tækni úr eldhúsinu yfir á barinn og margt fleira spennandi að því að fram kemur í fréttatilkynningu um keppnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert