Fjölskyldubomba Berglindar

Þetta er nánast Guð blessi Ísland kaka.
Þetta er nánast Guð blessi Ísland kaka. mbl.is/Berglind Hreiðars

Þessi kaka ætti að vera á hverju veisluborði. Hér er um að ræða sameiningartákn þjóðarinnar: allt það sem við elskum heitast þegar kemur að kökum. Um það þarf engar frekari umræður - njóti vel!

Kakan heitir Fjöskyldubomba Berglindar enda kemur hún úr smiðju Bergindar Hreiðars á Gotteri.is sem ákvað að baka hana fyrir fjölskylduna á dögunum. Púðursykurmarengsinn er uppskrift frá pabba hennar og að sögn Berglindar er þetta besti marengs í heimi 

Fjölskyldubomba Berglindar

Botn og marengstoppar

  • 5 eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur

Toppur

  • 600 ml rjómi
  • Þristur 10 stk mini (í pokunum)
  • 3 x kókosbollur (hver skorin í 3 bita)
  • 10 marengstoppar
  • 250 gr jarðaber
  • 125 gr bláber

Lakkríssósa

  • 10 stk lakkrískaramellur frá Karamel Kompagniet (fást í Dimm netverslun)
  • 3 msk rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að baka botn og marengstoppa (þetta má alveg gera nokkrum dögum fyrr). Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir verða stífir og halda lögun sinni.
  2. Setjið nokkrar sleifar af blöndunni í sprautupoka með hringlaga stút um 1,5 cm í þvermál fyrir toppana. Teiknið hring um 25-30 cm í þvermál á bökunarpappír (á bökunarplötu) fyrir botninn og smyrjið restinni af marengsinum jafnt í hring.
  3. Bakið við 140°C, toppana í 40 mínútur en botninn áfram í 20 mín til viðbótar (samtals í klukkustund) og kælið alveg.
  4. Þeytið rjómann og smyrjið yfir marengsbotninn. Skerið þrist og kókosbollur niður og raðið ofan á rjómann ásamt jarðaberjum, bláberjum og marengstoppum.
  5. Bræðið saman lakkrískaramellur og rjóma við vægan hita þar til þykk lakkríssósa myndast.
  6. Leyfið hitanum að rjúka aðeins úr og setjið vel af sósu yfir allt saman.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert