Hefur þú þrifið hnífastandinn nýlega?

Það er nauðsynlegt að þrífa hnífastandinn reglulega.
Það er nauðsynlegt að þrífa hnífastandinn reglulega. mbl.is/Shutterstock

Manstu hvenær þú þreifst seinast hnífastandinn? Ef ekki, þá er þetta húsráð fyrir þig. Það er nefnilega mikilvægara en við höldum að þrífa standinn reglulega því við viljum alls ekki að bakteríur og önnur óhreinindi safnist saman við hnífana sem við notum daglega.

  1. Passið ávallt að engin bleyta nái niður í standinn og þurrkið því alltaf hnífana vel eftir þvott.
  2. Prófið að velta hnífastandinum yfir ruslatunnuna og það mun koma ykkur á óvart hvað fellur þar niður.
  3. Þrífið standinn með litlum bursta, tannbursta eða pelabursta, upp úr heitu sápuvatni. Leyfið hnífastandinum að þorna alveg áður en hnífarnir eru settir aftur á sinn stað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert