Hollustuhrökkbrauð sem fjölskyldan elskar

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Þetta hrökkbrauð hefur heldur betur slegið í gegn hjá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is en hún útbjó það fyrst í byrjun september eftir að hafa fengið uppskriftina hjá vinkonu sinni. Síðan sé hún búin að gera það þrisvar sinnum því allir í fjölskyldunni séu vitlausir í það.

Hollustuhrökkbrauð uppskrift

  • 60 gr Til hamingju sólblómafræ
  • 50 gr Til hamingju sesamfræ
  • 60 gr Til hamingju hörfræ
  • 40 gr Til hamingju graskersfræ
  • 70 gr Maizenamjöl
  • 50 ml matarolía
  • 150 ml sjóðandi vatn
  • ½ tsk salt og gróft salt til að strá yfir í lokin

Aðferð:

  1. Setjið öll fræin ásamt maizenamjöli saman í skál og blandið saman.
  2. Hellið sjóðandi vatni, maizenamjöli og salti saman við og hrærið vel, leyfið að standa í 10 mínútur og hrærið nokkrum sinnum í á meðan.
  3. Hellið blöndunni í ofnskúffu íklædda bökunarpappír og dreifið vel úr með spaða þar til þunnt lag myndast (blandan þekur tæplega eina skúffu).
  4. Stráið smá grófu salti yfir áður en þið bakið við 150°C í klukkustund.
  5. Leyfið hrökkbrauðinu að kólna í ofninum í um 15 mínútur eftir að slökkt hefur verið á honum og takið þá út og leyfið að standa á borðinu aðrar 15 mínútur.
  6. Nú má brjóta það í hæfilega stóra bita, leggja á eldhúspappír og leyfa að harðna vel og kólna áður en því er pakkað vel inn/sett í geymslubox.

Það tekur enga stund að hræra í þetta og síðan er bara að stilla klukkuna á símanum á eina klukkustund og gera eitthvað annað sniðugt á meðan.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert