Lasagna sem kemur algjörlega á óvart

Það eru leynihráefni í þessum rétti sem gefa þér alveg …
Það eru leynihráefni í þessum rétti sem gefa þér alveg nýja sýn á lasagne. mbl.is/Columbus Leth

Lasagna er einn af þeim réttum sem flestallir elska. Hér er frábær uppskrift að slíkum rétti með hráefnum sem þú hefur eflaust aldrei notað áður í lasagna. Við erum að bjóða upp á kókosmjólk, engifer og grænt karrý-paste, svo eitthvað sé nefnt – mætti segja að rétturinn væri í asískum stíl.

Lasagna með hráefnum sem koma á óvart

  • 1 laukur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. grænt karrý-paste
  • 500 g nautahakk
  • 2 stórir hvítlaukar
  • 2 msk. rifinn engifer
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 paprikur
  • Vorlaukur, eitt búnt
  • 100 g spínat
  • 1 dós af kókosmjólk
  • Salt og pipar
  • Heilhveiti-lasagne-plötur
  • 75 g rifinn ostur
  • Ferskur kóríander

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200° á blæstri.
  2. Hakkið laukinn fínt og steikið upp úr olíu á potti og bætið karrý-paste út í. Því næst kemur hakkið í pottinn.
  3. Setjið pressaðan hvítlauk, engifer og hakkaða tómata í pottinn og leyfið kjötinu að mallar undir loki í 10 mínútur.
  4. Skerið paprikuna og vorlaukinn og setjið út í kjötsósuna ásamt spínatinu. Þegar allt er vel blandað saman er potturinn tekinn af hellunni og kókosmjólkinni hellt út í. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Setjið lasagne-plötur og kjötsósu til skiptis í smurt eldfast mót. Endið á kjötsósu og dreifið rifnum osti yfir.
  6. Bakið í 25 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur. Dreifið skornum vorlauk og ferskum kóríander yfir þegar rétturinn er tilbúinn og berið fram með salati eða brauði.
mbl.is/Columbus Leth
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert