Jólabjórinn kemur í vínbúðirnar í dag

mbl.is/

Sala á jólabjórum hófst formlega í dag og þeir allra hörðustu hófu innkaup strax á miðnætti.

Hér gefur að líta nýjungarnar frá Vífilfelli en þar kennir ýmissa grasa.

mbl.is/
 
Víking Jóla bjór
Millidökkur Jóla Lager 4,8%
 
Víking Jólabjór þekkja flestir enda langvinsælasti íslenski jólabjórinn. Hann hefur fengið nýtt útlit og það verður að segjast alveg eins og er að umbúðirnar eru einstaklega jólalegar og mynd sóma sér á hvaða veisluborði sem er. Bjórinn sjálfur er sem betur fer óbreyttur, góður keimur af karamellu, brenndum sykri og  kaffi. Hentar sérstaklega vel með jólamatnum.
 
mbl.is/

Rúdolf
Heslihnetubrúnöl 4,8%
 
Rúdolf hefur einkennandi heslihnetukeim sem passar óaðfinnanlega með karamellu- og kaffitónunum. Þetta samspil gerir bjórinn að algjörri jólasprengju.
 
Þegar þú ert rauðnefja af rammíslenskum fimbulkulda er fátt sem yljar þér betur en notalegur jólabjór.
 
Losaðu þig við rauða nefið og fáðu þér Rúdolf.
mbl.is/
 
Hvít Jól (White Christmas)
Mandarínu White Ale 5,0%
 
Hvít Jól fangar hinn sanna anda íslenskra jóla með mandarínukeim sem fær bragðlaukana til að syngja Bing Crosby. Hættu að láta þig dreyma um þau. Taktu sopa.
 
mbl.is/

Jóla Huml
India Pale Ale 6,0%
Jóla Huml er bruggaður í India Pale Ale stíl með ávaxtakenndu humlabragði sem fær þig til að raula með jólalögunum. 
 
Þú leitaðir einhverju að en aldrei fannst neitt. Í vonlausri villu og brasi án enda var ævinni eytt. Engar áhyggjur, Jóla Huml kemur með jólin til þín.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert