Djúsa hátt í tonn á dag

Það ríkir þjóðarsátt um mataræði landans um þessar mundir en heilsan er í fyrirrúmi sama hvaða leið er farin. Ketó-bókin er nánast uppseld í Hagkaup og hjá Pure Deli í Kópavoginum eru vinsældir grænmetisdjúsanna svo miklir að daglega er verið að búa til djús úr tonni af grænmeti.

Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar, eins eiganda Pure Deli eru svokallaðir þriggja daga orkuhreinsikúrar vinsælastir hjá honum en þá eru djúsarnir drukknir allan daginn en á kvöldin er léttur kvöldverður. Jón leggur mikla áherslu á að mikilvægt sé að djúsarnir innihaldi mikið magn af grænmeti en ekki einungis ávöxtum eins og sumir flaska á.

„Þegar fólk drekkur góðan grænmetisdjús eykur það orkuna og blóðsykurinn helst stöðugur. Grænmetisdjúsarnir er fullir af vítamínum og við notum til að mynda mikið af rauðrófum sem eru bólgueyðandi og lækka blóðþrýsting ásamt því að vera fullar af trefjum. Sellerí vinnur gegn bólgum og er mjög vatnslosandi, fullt af magnesíum, A-vítamíni og járni. Síðan er sítróna, engifer, gúrkur, gulrætur og epli. Þessir djúsar eru algjör orkusprengja sem hjálpar manni við að losna við slenið eftir jólin.“

Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir eru eigendur Pure Deli.
Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir eru eigendur Pure Deli. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert