Fjórar bráðnauðsynlegar fæðutegundir sem örva heilann

Ef þú vilt halda heilanum í toppformi yfir daginn þá skaltu hugsa út í hvað þú lætur ofan í þig, en það eru fjórar matvörur sem heilinn þinn elskar.

Kjúklingur
Kjúklingur eykur dópamín í líkamanum sem ýtir undir slökun og vellíðan. 125-150 gramma kjúklingabringa ætti að tryggja góð áhrif eftir máltíðina.

Kasjúhnetur
Þessar bragðgóðu hnetur eru ríkar af kopar sem er mikilvægur fyrir heilastarfsemina. Rannsóknir sýna að röð ensíma í miðtaugakerfinu er háð steinefninu og skortur á kopar getur valdið eyðingu heilafrumna. Um 75 g af kasjúhnetum ættu að ná yfir dagskammtinn sem við þurfum á að halda. Eins má sleppa sér lausum í að borða ostrur, humar og kálfalifur sem eru mjög rík af þessu mikilvæga efni.

Egg
Egg geta hjálpað þér að bæta minnið og aukið einbeitingu. Eggið, eða rauðan sérstaklega, inniheldur efnið kólín sem einnig finnst í lifur. Kólín er í raun amínósýra sem sýnt hefur verið fram á að sé mikilvægur þáttur í að viðhalda stöðugri uppbyggingu himna í heilasellunum. Egg innihalda fullkomna blöndu af fitu og próteini sem gefur ákveðna fyllingu í magann. Eitt egg á dag kemur öllu í lag!

Lax
Hver einasta fitufruma í líkamanum samanstendur af himnu sem byggist upp af fiskiolíu. Ef þú færð nóg af omega-3 í líkamann með öðrum matvælum mun kroppurinn notast við það í framleiðslu á nýjum heilafrumum sem yfirleitt gerist á nóttunni – þar sem heilinn er eins og vöðvarnir þínir að endurheimta styrk eftir daginn. Þú þarft um 50-75 grömm á dag ef laxinn er þinn eini kostur í þessari stöðu.

Egg á dag kemur öllu í lag!
Egg á dag kemur öllu í lag! mbl.is/Leveres av Bonnier Publications A/S
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert