Ómótstæðilegar smákökusaltkaramellubrúnkur

mbl.is/Gerum daginn girnilegan

Ef planið er að baka einhvern tímann á komandi ári (sem ég mæli heilshugar með) er algjörlega málið að prófa þessa uppskrift. Hér erum við að tala um einn frumlegasta samruna síðari ára og eru sérfræðingar sammála um að ekki fyrirfinnist nægilega vönduð lýsingarorð til að fanga mikilfenglega þessa bræðings.

Gómsætar Betty Crocker-smákökusaltkaramellubrúnkur með lakkrís

Uppskrift:

  • 2 pakkar Betty Crocker-saltkaramellubrúnkumix
  • 2 egg
  • 84 g smjör eða 70 ml Isio4-olía
  • 130 ml vatn

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman, hrært vel og helmingurinn af deiginu settur í smurt bökunarform (20 x 30 cm).
  2. Saltkaramellan sem fylgir með í pakkanum er þá sett ofan á.
  3. Restin af brúnkudeiginu sett yfir.

Þá er smákökudeigið gert klárt.

  1. 1 pakki Betty Crocker-smákökumix
  2. 1 egg
  3. 65 ml Isio4-olía
  4. 25 ml vatn
Aðferð:
  1. Öllu blandað saman og síðan er deigið mulið hér og þar ofan á brúnkudeigið.
  2. Lakkrísrenningar eru settir þar sem hentar og súkkulaðihnappar settir ofan á.
  3. Kakan er bökuð við 160°C í um 35 mínútur eða þar til hún er bökuð í gegn.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert