Eru þetta ljótustu eldhús í heimi?

Dáldið mikið að gerast hér en það mætti vel gera …
Dáldið mikið að gerast hér en það mætti vel gera þetta eldhús nokkuð töff með því að skipta um borðplötu, mögulega mála innréttinguna eða skipta um veggfóður. Það er aðeins of mikið að gerast en rýmið er ágætt fyrir utan ísskápinn sem er lengst í burtu. Gólfteppið er frekar blátt en það er aldrei góð hugmynd að vera með teppi í eldhúsinu. mbl.is/Leif Swanson

Fasteignasalinn Leif Swanson hefur dundað sér við það í hjáverkum að taka myndir af fasteignum sem honum þykja sérlega ljótar og þá ekki síst eldhúsum. Okkur lék forvitni á að vita hvernig eldhús urðu fyrir valinu og það verður að viðurkennast að þau eru kannski ekki áferðarfalleg en með smá ást og umhyggju gætu þau orðið stórglæsileg.

Mónótónísk eldhús eru í tísku þessi dægrin en því miður …
Mónótónísk eldhús eru í tísku þessi dægrin en því miður er appelsínugulur það ekki. Að minnsta kosti ekki í eldhúsum. Það mætti vel mála eldhúsið í örum lit og skipta um skápahöldur... og kannski borðplötu líka. mbl.is/Leif Swanson
Þessar flísar eru hressandi en fá sín hreint ekki notið. …
Þessar flísar eru hressandi en fá sín hreint ekki notið. Gólfflísarnar taka of mikið frá veggflísunum og litasamsetningin er fremur dapurleg. mbl.is/Leif Swanson
Þetta er reyndar frekar flott eldhús. Það mætti mála skápana, …
Þetta er reyndar frekar flott eldhús. Það mætti mála skápana, skipta um eldavél og borðplötu og höldur og þá væri þetta eldhús algjör æði. mbl.is/Leif Swanson
Hér er heilmagt að gerast. Ef að loftið yrði málað …
Hér er heilmagt að gerast. Ef að loftið yrði málað svart og sett eyja yrði eldhúsið svakalegt! mbl.is/Leif Swanson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert