Geggjað kartöflugratín með beikoni

Alveg stórkostlegt kartöflugratín með haug af osti, rjóma og beikoni.
Alveg stórkostlegt kartöflugratín með haug af osti, rjóma og beikoni. mbl.is/Columbus Leth

Nú förum við fljótlega að færa okkur úr grilluðum bökunarkartöflum eftir gott sumar og yfir í kartöflugratín sem þetta. Hér eru þunnar kartöflusífur gratíneraðar í rjóma, osti og beikoni ásamt grófsöxuðum hnetum. Gerist varla betra en þetta.

Geggjað kartöflugratín með beikoni

  • 1,5 kg kartöflur
  • 200 g beikon
  • 50 g heslihnetur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • Ferskt timían
  • Salt og pipar
  • Nýrifið múskat
  • 4 egg
  • ½ L mjólk
  • ½ L rjómi
  • 200 g nýrifinn emmentaler ostur
  • 200 g nýrifinn parmesan
  • Eldfast mót, 20x30 cm

Aðferð:

  1. Skrælið eða skrúbbið kartöflurnar og skerið í þunnar skífur. Leggið skífurnar í kalt vatn í 10 mínútur. Látið skífurnar þorna á hreinu viskastykki.
  2. Skerið beikon niður og steikið á pönnu. Saxið hneturnar gróflega. Saxið hvítlauk og timían smátt.
  3. Veltið kartöfluskífunum upp úr hvítlauk, beikoni, hnetum, timían nýrifnum múskat og salti og pipar.
  4. Hitið ofninn á 190°C.
  5. Pískið egg saman við mjólk og rjóma.
  6. Dreifið helmingnum af kartöflunum í smurt eldfast mót og dreyfið nýrifnum emmentaler yfir. Leggið restina af kartöflunum yfir og hellið eggjablöndunni yfir. Stráið nýrifnum parmesan yfir.
  7. Bakið í ofni í 45 mínútur þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Setjið jafnvel álpappír síðustu 10 mínúturnar ef þær verða of dökkar.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert